Tímamót fyrir starfsumhverfi almannaheillasamtaka
Veturinn hefur verið viðburðaríkur fyrir félög sem starfa til almannaheilla. Á Alþingi voru afgreidd tvö stór mál er varða almannaheillafélög; lög um breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka og lög um félög til almannaheilla. Nýsamþykkt lög um félög til almannaheilla marka tímamót en málið hefur þrisvar áður verið lagt fyrir Alþingi. Um er að ræða heildarlög um félagasamtök sem starfa til almannaheilla þar sem mótuð hefur verið umgjörð […]
Einkenni og umhverfi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum
Hvert er hlutverk frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum? Hvernig er starfsemi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum fjármögnuð? Hvaða áskoranir standa frjáls félagasamtök á Norðurlöndunum frammi fyrir? Þetta eru meðal spurninga sem teknar eru fyrir í nýrri skýrslu um einkenni og umhverfi frjálsra félagsamtaka á Norðurlöndunum. Skýrslan sem er byggð á viðtölum við sérfræðinga í málefnum þriðja geirans […]
Efling nýsköpunar í geðheilbrigðismálum
Geðhjálp hefur lagt 100 milljóna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Þetta var ákveðið á aðalfundi Geðhjálpar 8. maí sl. Samtökin óska eftir því að ríkið leggi sömu upphæð í sjóðinn. Ætlunin er að sjóðurinn styrki nýsköpunar- og sprotaverkefni á sviði geðheilbrigðis. Fyrsta úthlutinn fer fram 9. október nk. á stofndegi Geðhjálpar. „Með Styrktarsjóði geðheilbrigðis vonast Geðhjálp til að hægt verði að […]
Norrænt samstarf félagasamtaka
Í tilefni að því að Norræna ráðherranefndin vinnnur að norrænu samstarfsneti frjálsra félagasamtaka deilum við skýrslu Árni Páls Árnasonar Þekking sem nýtist: Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála frá árinu 2018. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi þess að nýta sveigjanleika frjálsra félagasamtaka og tengsl þeirra við notendur til að tækla erfiðar félagslegar […]
Rafrænir fyrirlestrar á vegum The Third Sector UK
Í næstunni eru á dagskrá áhugaverðir viðburðir á vegum The Third Sector UK. Á fyrri viðburðinum, Webinar: Doing more with less – how charities can rethink, reprioritise and recover, post-COVID er umræðuefnið uppbygging góðgerðasamtaka eftir COVID-19. Á seinni viðburðinum, Third Sector Briefing: Essential Volunteer Management, munu koma saman sérfræðingar í mannauðsmálum og sjálfboðaliðastarfi til að […]
Matarúthlutarnir og félagslegur stuðningur hjálparsamtaka á Norðurlöndunum
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út viðauka við skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina í vetur. Viðaukinn ber nafnið Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum en markmiðið var að skoða í hverju aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum fælist. Í ljós kom að hjálparsamtök á Norðurlöndunum veita fólki fjölbreytta […]
Verkfærakista sjálfboðaliða og sjálfboðaliðasamtaka
Á vef Miðstöðvar sjálfboðaliða í Evrópu (European Volunteer Center) má finna hagnýtt efni um ýmis málefni sem varða sjálfboðaliðasamtök. Þar á meðal efni um: Sjálfboðaliða á viðburðum. Efnið er ætlað sjálfboðaliðum, sjálboðaliðasamtökum og yfirvöldum. Fjarsjálfboðaliða. Hvað þarf að hafa í huga þegar sjálfboðaliðar gefa fjarvinnu? Viltu gerast sjálfboðaliði? Verkfærakista sjálfboðaliða. Hagnýtt efni fyrir þá sem […]
Þjónustusamningar í þriðja geiranum – handbók og fyrirlestur um samningagerð
Algengt er að félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem sem starfa í almannaþágu geri þjónustusamninga við stjórnvöld. Á vef stjórnarráðsins er gagnleg handbók um gerð þjónustusamninga þar sem farið er ferlið frá undirbúningi samnings þar til samningstíminn rennur út. Reykjavíkurborg hefur einnig gefið út leiðbeiningar í formi Styrkjahandbókar þar sem farið er yfir afgreiðslu, eftirfylgni og meðferð […]
Úthlutun styrkja til frjálsra félagasamtaka
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur úthlutað styrkjum til frjálsra félagasamtaka. Upphæð styrkjanna er samtals 107 milljónir króna. Lögð var áhersla á verkefni sem styðja við viðkvæma hópa sem glíma við afleiðingar Covid-19. „Starfsemi frjálsra félagasamtaka er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og þau vinna ómetanlegt starf. Undanfarið ár hefur svo sannarlega sýnt mikilvægi […]
Lokadagur Snjallræðis – Nýsköpunarvikan 2021
Nýsköpunarvikuna 2021 fer fram í lok maí mánaðar. Meðal dagskrárliða eru viðburðir á sviði samfélagslegrar nýsköpunar, kynningar á lausnamótum og hagnýtir fyrirlestrar um nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Lokadagur Snjallræðis fer fram í Nýsköpunarvikunni. Þar munu átta verkefni á sviði samfélagsamfélagslegrar nýsköpunar kynna sín verkefni. Fylgist með! Enn er opið er fyrir skráningu viðburða á Nýsköpunarvikuna. Frekari […]
Tíundi hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi – Samningar í 3ja geiranum – skipulögð framtíð
Á tíunda hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands verður umfjöllunarefnið; Samningar í þriðja geiranum – skipulögð framtíð. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, mun fjalla um gerð þjónustusamninga hjá almannaheillasamtökum. Þóra hefur víðtæka reynslu í þriðja geiranum en starfsemi þriðja geirans er án hagnaðarvonar. Hún hefur einnig samanburð […]
Stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar í Svíþjóð eflt
Sænsk samtök á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og tveir háskólar hafa snúið bökum saman við að bæta stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar þarlendis. Áhersla samstarfsins fyrstu tvö árin eru á að kortleggja núverandi stöðu og mynda langtímastefnu. Hagsmunaðilirnir 9 eru SE Forum, Ashoka Nordic Coompanion Västerbotten Reach for Change Impact Invest Inkludera Mikrofonden Linköping University Sopact, Lund Univeristy Frekari […]
Netnámskeið í umsóknarskrifum fyrir Horizon Europe
Þann 27. maí er heldur Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi netnámskeið um styrkumsóknagerð fyrir Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Hér eru frekari upplýsingar um Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Námskeiðsgjald er 16.000 kr. Frekari upplýsingar má finna á vef Rannís. Skráning fer fram hér.
Háskóli Íslands á lista yfir háskóla sem hafa mest samfélagsáhrif
Háskóli Íslands er á nýútgefnum lista Times Higher Education yfir háskóla sem hafa mest samfélagsleg og efnhagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Háskóli Íslands er í sæti 301-400 á listanum sem kallast University Impact Rankings. Háskólinn fær einkunn fyrir frammistöðu sína í hverju heimsmarkmiði sem eru 17 talsins. Háskóli Íslands stendur fremst í markmiðum sem […]
Breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka samþykktar á Alþingi
“Bætt umhverfi almannaheillastarfsemi hefur verið mér hugleikið um árabil. Það er því gríðarlega ánægjulegt að frumvarpið sé orðið að lögum, en málið hlaut afgerandi stuðning í þinginu. Með lögunum breikkum við tekjustofn almannaheillafélaga verulega og aukum á sama tíma möguleika fólks til að styðja við félög að eigin vali, án milligöngu ríkisins” (tekið af vef Stjórnarráðsins). […]
Samfélagsleg verkefni sem vekja athygli: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi
Á næsta hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands fáum við góða gesti frá almannaheillasamtökunum Ungum umhverfissinnum, Góðvild og Geðhjálp. Samtökin hafa undanfarið vakið athygli á mikilvægum samfélagslegum málefnum með nýskapandi aðferðum. Dagskrá: 1. Egill Ö. Hermannsson, gjaldkeri Ungra umhverfissinna Ungir umhverfissinnar hafa nýlokið herferð Loftslagsverkfallsins #AÐGERÐIRSTRAX sem var til […]
Norrænt samstarfsnet borgaralegra samtaka
Íslensk almannaheillasamtök stendur til boða að sækja um þátttöku í norrænu samstarfsneti borgaralegra samtaka á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls verða 40 samtök valin til þátttöku. Markmið samstarfsnetsins er að efla samstarf þvert á fagsvið og þvert á Norðurlöndin. Samstarfsnetið er hluti af nýrri framtíðarsýn um norrænt samstarf fram til ársins 2030. Framtíðarsýn Noðurlandanna er græn, […]
Almannaheillafélög og COVID19: Rannsókn á vegum Evrópusambandsins
Óstöðugt fjármagn og ófullnægjandi stuðningsumhverfi eru hindranir sem almannaheillafélög standa frammi fyrir að ógleymdum áskorunum vegna COVID19. Þetta kemur í áhugaverðri skýrslu um niðurstöður rannsóknar um almannaheillafélög og COVID19. Rannsóknin er framkvæmt að beiðni Efnahags- og félagsmálanefndar Evrópusambandsins. Hvaða afleiðingar hafa takmarkanir sem stjórnvöld hafa sett á undanförnu ári á evrópsk almannaheillafélög? Hvernig brugðist evrópsk […]
Rafræn opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB
Kynnið ykkur ný og spennandi tækifæri á rafrænni opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB þann 15. apríl nk. RANNÍS, Erasmus+ Evrópa unga fólksins og Erasmus+ Menntaáætlun ESB standa að hátíðinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Adrienn Kiraly skrifstofustjóri framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála hjá ESB munu flytja ávörp. Farið verður yfir helstu styrkjamöguleika: Erasmus+ á sviði menntunar […]
Auglýsingaherferðir í flokki almannaheillasamtaka: Íslensku auglýsingaverðlaunin
Tilnefningar til íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, hafa veirð birtar. Í flokki sjónvarpsauglýsinga sem stuðla að almannaheill eru eftirfarandi auglýsingar tilnefndar: Piss, kúkur, klósettpappír – Umhverfisstofnun, Samorka og Samband Sveitarfélaga (Hvíta húsið) Leyfðu okkur að klára – Málbjörg – Félag um stam á Íslandi (Brandenburg) Sjúkást – Stígamót (Pipar\TBWA) Þitt nafn bjargar lífi – Íslandsdeild Amnesty International (Kontor Reykjavík) […]
Úthlutun úr Æskulýðssjóði
6 spennandi verkefni ætluð börnum og ungmennum hafa fengið styrk úr Æskulýðssjóði í fyrri úthlutun sjóðsins. Sérstök áhersla var á að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun í æskulýðsstarfsemi. Finna má lista yfir verkefnin á vef Rannís. Dæmi um verkefni sem hlaut styrk að þessu sinni er Æskulýðsvettvangurinn vegna verkefnisins Vitundarvakning um neteinelti. Umsóknarfrestur fyrir seinni […]
Þakkir – Hádegisfundur um markaðsstarf félagasamtaka
Kærar þakkir til Lailu Sæunni Pétursdóttur fyrir áhugaverðan og fræðandi fyrirlestur um markaðsstarf félagasamtaka á hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi. Laila sem hefur umsjón með markaðsstarfi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda, sagði frá vel heppnuðum markaðherferðum Krafts og gaf félagasamtökum góð ráð um markaðsstarf. Fundurinn sem fór fram í hádeginu […]
Samtal ungmennaráða
Samtal ungmennaráða er rafrænn viðburður á vegum Ungmennaráðs UMFÍ sem fer fram fimmtudaginn 8. apríl nk. milli 19:30-21:30. Samtal ungmennaráða er óformlegur vettvangur fyrir fulltrúa ungmennaráða til að spjalla saman, deila hugmyndum og reynslu. Dæmi um umræðuefni fundarins (tekið af vef UMFÍ): „Hverju vilt þú áorka sem fulltrúi í ungmennaráði? Hvað eru margir í ungmennaráðinu? […]
Skýrsla um alþjóðlegt sjálfboðaliðastarf og COVID19
International Forum for Volunteering in Development (Forum) gáfu nýverið út skýrslu um alþjóðlegt sjálfboðaliðastarf og COVID19. Í skýrslunni er leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða áhrif hefur COVID19 haft á alþjóðlega sjálfboðaliða? Hvaða áhrif hefur samdráttur alþjóðlegra sjálboðaliða haft á sjálfboðaliðasamtök ? Hvaða nýskapandi leiðir hafa verið farnar? Hvernig munu alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök fóta sig […]
Markaðssetning félagasamtaka: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi
Á rafrænum hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands verður umfjöllunarefnið markaðssetning félagasamtaka. Gestur fundarins er Laila Sæunn Pétursdóttir sem hefur umsjón með markaðsmálum Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Hún fjallar um undirbúning og framkvæmd markaðsherferða og kynnir markaðsherferðir sem hún hefur […]
Fræðsluefni um stjórnun almannaheillasamtaka
Við deilum nokkrum fyrirlestrum úr safni NCVO nú þegar aðlaga þarf starfsemi að breyttum sóttvarnaraðgerðum. Að byggja upp tengsl við önnur almannaheillafélög (e. Successful collaboration with other charities) Hvernig lítur samvinna almannaheillafélaga út? Hvað einkennir góð tengsl og samvinnu almannaheillafélaga? Ákvörðunartaka (e. Making decisions in tough times) Hvaða áskoranir standa sjálfboðaliðasamtök frammi fyrir? Hvernig má […]
Úthlutun úr Loftslagssjóði 2021
Loftslagssjóður hefur úthlutað 170 milljónum króna til 24 verkefna á sviði nýsköpunar um loftslagsmál og kynningar og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Meðal félagasamtaka sem hlutu styrk úr loftslagssjóði eru Ungir umhverfissinnar vegna upplýsingapakka um lofslagsmál. Hér má lesa um styrkþega. Hér eru frekari upplýsingar um sjóðinn.
Opið námskeið um styrkumsóknagerð: Horizon Europe
Framkvæmdastjórn ESB býður upp á rafrænt námskeið um styrkumsóknagerð í Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Námskeiðið sem er opið öllum fer fram á morgun, 24. mars, frá kl. 9:00-15:15. Hér er dagskrá námskeiðsins. Skráning er nauðsynleg. Hér eru frekari upplýsingar um Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.
Félagshagkerfið og heimsmarkmiðin
Hvernig geta stjórnvöld og alþjóðastofnanir betur stutt við almannaheillasamtök og samfélagsleg nýsköpunarverkefni? Hvaða hlutverk hafa þessir aðilar, sem mynda hið svokallaða félagshagkerfi, í vegferð okkar að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Svör við þessum spurningum má finna í skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um félagshagkerfið og heimsmarkmiðin sem kom út árið 2020. Skýrsluna má finna í gagnagrunni Vaxandi yfir […]
Gagnagrunnur fyrir uppbyggingarsjóð EES
Utanríkisráðuneytið hefur opnað gagnagrunn fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem leita samstarfs vegna styrkja til Uppbyggingasjóðs EES og mögulegar verkefnalýsingar. Gagnagrunninn má finna hér. Markmið Uppbyggingasjóðs EES er að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði í Evrópu og efla samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og viðtökuríkja sjóðsins. Nánar um sjóðinn hér. Gagnagrunninn má finna hér.
Lokadagur skráningar í alþjóðlegt hakkaþon fyrir ungt fólk á Norður-Atlantshafsvæðinu
Markmiðið með hakkaþoninu er að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-35 ára til að finna lausnir á eftirfarandi áskorunum; stafrænu heilbrigði í strjálbýli og enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldurinn. Hakkaþonið er ætlað þátttakendum á Norður-Atlantshafsvæðinu; Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada. Alþjóðlega hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður […]
Samspil samfélagsmiðla og fjáröflunar félagasamtaka
Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi Með tækniframförum og tilkomu samfélagsmiðla hefur markaðssetning og fjáröflun félagasamtaka tekið miklum breytingum. Á rafrænum hádegisfundi Vaxandi og Almannaheilla 18.mars nk. mun Andri Árnason hjá Takk fjalla um notkun samfélagsmiðla við fjáraflanir félagasamtaka. Takk er markaðsfyrirtæki sem vinnur við að tengja einstaklinga við góð málefni. Frekari upplýsingar hér.
Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hvað eru samfélagslistir?
Á málþingi Almannaheilla og Vaxandi sem fór fram í hádeginu í dag kynnti Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og einn stofnandi Vaxandi hugtakið samfélagsleg nýsköpun á vettvangi félagasamtaka. Í kjölfarið sagði Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Stílvopnsins frá áhugaverðum samfélagslegum nýsköpunarverkefnum á sviði samfélagslista. Í gegnum samfélagslistum t.d. leikhús eru jaðarsettir einstaklingar valdefldir. Hér má lesa um […]
Greinir lýðræðisþróun á Íslandi með áherslu á þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga
Við bendum á doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands sem fer fram 12. apríl 2021 nk. Hrafnkell Lárusson ver doktorsritgerð sína Lýðræði í mótun. Félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915. Í rannsókn Hrafnkels greinir hann lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort og þá hvaða áhrif almenningur hafði á þá þróun. Sérstaklega er […]
Styrkir veittir til félagasamtaka á sviði umhverfismála
Ráðherra umhverfismála hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til 25 félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála, samtals 49 milljónum króna. Auk þess hafa verið veittir styrkir til verkefna á svið umhverfismála. Áherslan var á að styrkja verkefni á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins. „Frjáls félagasamtök og einstaklingar inna af hendi afskaplega mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd“ segir Guðmundur […]
Málþing Almannaheilla og Vaxandi: Hvað er samfélagsleg nýsköpun?
Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands, 11. mars nk. verður umfjöllunarefnið samfélagsleg nýsköpun. Með samfélagslegri nýsköpun er átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.Hver eru dæmi um samfélagslega nýsköpun? Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf […]
Nýsköpunarkeppni: Hacking Norðurland
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hacking Norðurland sem er nýsköpunarkeppni eða lausnamót sem fer fram 15.-18. apríl 2021. Þátttaka er ekki háð staðsetningu þar sem mótið fer að mestu fram rafrænt í gegnum Hugmyndaþorpið. Þema mótsins er sjálfbær nýting auðlinda á Norðurlandi: Matur – vatn – orka. „Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og […]
Dagur frjálsra félagasamtaka
Í dag er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka! Myllumerki dagsins er #worldngoday Í tilefni af degi frjálsra félagasamtaka heldur Evrópuráðið (e. Council of Europe) málþing um áskoranir frjálsra félagasamtaka á átakatímum og í kjölfar átaka (e. Challenges Facing NGOs in Conflict and Post-Conflict Situations). Hér má horfa á upptöku af málþinginu.
MetamorPhoincs: Hljómsveit með samfélagslegan tilgang
Hugmyndafræðin bak við hljómsveitina er að valdefla fólk í gegnum tónlist. Að þátttakendur hljómsveitarinnar upplifi sig sem meðlimi samfélagsins og á þau séu hlustað. Meðlimir eru frá Hugarafli, Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, Starfsendurhæfingu Vesturlands, Samvinnu á Suðurnesjum, Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. MetamorPhonics er samfélagsmiðað fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona stýrir. Fyrirtækið setur upp hljómsveitina í samstarfi […]
Viðburðir í febrúar: Frumkvöðlaumhverfið
Kynningar og ráð um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi: Tækniþróunarsjóður stendur fyrir rafrænni kynningu á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti rannsóknar- og þróunarverkefna í dag klukkan 13:00. Á morgun fer fram rafrænn fundur Fjártækniklasans um nýsköpunarstyrki á Íslandi og í Evrópu. Fundurinn er á dagskrá klukkan 15:00. Að rata í frumkvöðlaumhverfinu er mánaðarlegur fundur um stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðla […]
Staða sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi
Hvernig hefur umhverfi sjálfboðaliða breyst í heimsfaraldrinum? Þörfin eftir þjónustu hefur aukist en fjárhagur sjálboðaliðasamtaka hefur versnað. Þetta kemur fram í könnun Nottingham Trent háskólans, NCVO og Sheffield Hallam háskóla á stöðu sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi. Sjálfboðaliðum hefur fækkað hjá 35% þeirra samtaka sem tóku þátt í könnuninni. Hér er aðeins um að ræða sjálfboðaliða hjá formlegum samtökum. Hefur fjöldi sjálfboðaliða dregist saman eða getur verið að […]
Viðburðaröð IAVE: Sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsbreytinga
Nú fer fram viðburðaröð um sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsbreytinga með áherslu á uppbyggingu í kjölfar COVID19. Viðburðaröðin er á vegum IAVE (International Associaltion for Volunteer Effort). Um er að ræða fjóra viðburði, einn í hverjum mánuði frá febrúar til maí. Hvernig hefur sjálfboðaliðageirinn brugðist við heimsfaraldrinum? Hvað er hlutverk sjálfboðaliðageirans í uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins? […]
Nýtt evrópskt hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf
Við vekjum athygli á nýju hlaðvarpi um sjálfboðavinnu á vegum Miðstöðvar um sjálfboðavinnu í Evrópu (e. Center for Europen Volunteering). Fyrsti hlaðvarpsþátturinn fjallar um spurninguna: Af hverju ættum við að fjalla um sjálfboðaliðastarf? Hér má lesa um fleiri spennandi hlaðvörp um sjálfboðaliðastarf. Veist þú um áhugavert hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf?
Vel sótt málþing um breytingar á skattalegu umhverfi almannaheillasamtaka
Vaxandi og Almannaheill þakka Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra kærlega fyrir að ávarpa málþingið sem fór fram í hádeginu í gær sem og þátttöku hans í góðum umræðum sem sköpuðust í kjölfarið. Umfjöllunarefni málþingsins var frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla). Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla […]
Félagasamtök á sviði heilbrigðis- og lýðheilsumála hljóta styrki
„Frjáls félagasamtök sinna daglega afar mikilvægu starfi í þágu samfélagsins. Styrkirnir sem veittir eru í senn viðurkenning á því starfi og fjárframlag til að styðja við þá mikilvægu starfsemi sem frjáls félagasamtök sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar.“ Þetta segir í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins vegna styrkja sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti nýverið til félagasamtaka á sviði heilbrigðismála. Sérstaklega var […]
Hvað felst í frumvarpi um skattalega hvata fyrir almannaheillasamtök?
Nú er til umræðu stjórnarfrumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Á rafrænu málþingi Almannaheilla og Vaxandi nk. fimmtudag verður frumvarpið til umræðu. Fjármálaráðaherra ávarpar málþingið, efni frumvarpsins verður kynnt og […]
Skattalegt umhverfi þriðja geirans eflt: Málþing Almannaheilla og Vaxandi
Nú er til umræðu frumvarp til laga sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá […]
Kærar þakkir fyrir þátttöku á hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi um hópfjármögnun
Í gær, 2. febrúar, fór fram hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi sem fjallaði um hópfjármögnun. Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund fjallaði um fjármögnunarleiðina og hugmyndafræðina bak við hana en þar eru tengsl þátttakenda við verkefni og upplifun þeirra í lykilhlutverki. Hann sagði einnig frá dæmum um vel heppnuð verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hópfjármögnun […]
Hádegisfundur: Hópfjármögnun samfélagslegra verkefna
Hádegisfundur á vegum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun. Hópfjármögnun, þar sem margir leggja verkefni lið, er sífellt algengari leið til að fjármagna samfélagsleg frumkvöðlaverkefni. Ingi Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Karolina Fund heldur erindi um fjármögnunarleiðina og segir frá nýjum verkefnum sem hafa verið fjármögnuð með aðferðinni. Karolina Fund er íslenskt fyrirtæki […]
Átta nýsköpunarverkefni í Snjallræði
Átta nýsköpunarverkefni hafa verið valin til þátttöku í samfélagshraðlinum Snjallræði. Teymin bak við verkefnin taka þátt í átta vikna dagskrá sem unnin er í samstarfi við sérfræðinga frá MIT designX, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Höfði friðarsetur Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa fyrir hraðlinum og framkvæmd hans er í höndum Höfða friðarseturs […]
Nýr grænn hraðall
Hringiða er nýr grænn hraðall sem ætlað er að styðja við nýja tækni og aðferðir í umhverfismálum. Þátttakendur í hraðlinum eru teymi með hugmyndir sem byggja á hringrásarhagkerfinu. Þau þróa hugmyndir sínar og undirbúa fjármögnun verkefna. Þau fá aðgang að sérfræðingum, reyndum frumkvöðlum og fjárfestum. Hraðallinn hefst í mars 2021. Kynningarfundur fer fram föstudaginn 29. janúar kl. […]
Stuðningstyrkir til ungmennafélaga vegna COVID-19
Opið er fyrir umsóknir um styrki á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til ungmennafélaga. Styrkirnir eru ætlaðir félögum þar sem starf hefur raskast vegna sóttvarnaaðgerða. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að sýna fram á tekjutap. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið er hér. Einnig er opið fyrir umsóknir um styrki í Æskulýðssjóð en sérstök áhersla er á verkefni sem […]
Aukning á aðstoðarbeiðnum til hjálparsamtaka
Aukning hefur orðið á aðstoðarbeiðnum til hjálparsamtaka og félagsþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldursins. Atvinnuleysi er helsta ástæða þess að fólk leitar til hjálparsamtaka. Aðrir hópar sem leita aðstoðar hjálparsamtaka er fólk sem framfleytir sér á örorkubótum, ellilífeyri og lágum launum. Til samanburðar voru lág laun oftast nefnd sem ástæða þess að fólk leitaði til hjálparsamtaka í […]
Konur og samfélagsleg nýsköpun
Á dögunum birtist grein á vef World Economic Forum um konur í samfélagslegri nýsköpun. Færð eru rök fyrir mikilvægi þess að styrkja stuðningskerfi og valdaefla konur til samfélagslegrar nýsköpunar. Samkvæmt skýrslunni State of Social Entrepreneurship 2020 hljóta karlmenn frekar styrki en konur jafnvel þó að konur séu í meirihluta umsækjanda. Heimsfaraldurinn hefur haft slæmar afleiðingar […]
Nemendur Háskóla Íslands bæta þjónustu á Vogi
Nokkrir nemendur Háskóla Íslands, þau Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík þróa frumgerð að hugbúnaði sem á að þjónusta skjólstæðinga sem bíða meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Hugbúnaðurinn sendir sjálfvirk skilaboð, hvatningu og upplýsingar um þau úrræði […]
Opið fyrir umsóknir um styrki í Æskulýðssjóð: Áhersla á nýsköpun í æskulýðsstarfsemi
Opið er fyrir umsóknir um styrki í Æskulýðssjóð. Markmið sjóðsins er að auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi. „Sérstök áhersla verður að þessu sinni að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun í æskulýðsstarfsemi. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku […]
Skinnfaxi, málgagn UMFÍ
Vaxandi mælir með nýjasta tölublaði Skinnfaxa, málgagni UMFÍ. Í blaðinu má meðal annars finna: Greinina Félagasamtök framtíðarinnar um aðferðir við stjórnun félagasamtaka þar sem sveigjanleiki og teymisvinna eru í fyrirrúmi. Svör Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra við spurningum UMFÍ um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Breytingarnar hafa það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi […]
Viðburðir um sjálfbærni og leiðtogahæfni í janúar
Viltu hafa áhrif á loftslagsmálin? Rafrænn fundur um loftslagsmálin á vegum Landverndar umhverfisverndarsamtaka 12. janúar nk. Öflugur Leiðtogaskóli Íslands hefst 16. janúar nk. Skólinn sem er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16-35 ára er á vegum Landssambands ungmennafélaga og rekin í þágu aðildarfélaga sambandsins. Fundurinn Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi fer fram 19. janúar […]
Vel heppnuð nýsköpunarverkefni
Í nýsköpunarferlinu er gagnlegt að lesa um verkefni sem hafa náð góðri útbreiðslu. Á vef Social Innovation Academy má lesa um samfélagsleg nýsköpunarverkefni sem hafa náð góðri útbreiðslu. Meðal verkefna má nefna #GivingTuesday en hugmyndin er að hvetja fólk til að gefa af sér. Hugmyndin sem er orðin árlegur viðburður víða um heim spratt upp í […]
YTILI þátttökunámskeið fyrir frumkvöðla
Opið er fyrir umsóknir í þátttökunámskeiðið The Young Transatlantic Innovation Leaders Initiative (YTILI) Fellowship Program á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins ætlað ungum evrópskum frumkvöðlum sem vinna verkefni á sviði viðskipta eða samfélagslegra málefna. Frumkvöðlarnir hljóta fræðslu í námskeiðsformi (Mini MBA) og fá 5 vikna starfsþjálfun á sínu sviði sem fer fram í Bandaríkjunum. Frekari upplýsingar á […]
Opið fyrir umsóknir um styrki hjá Hönnunarsjóði
Opið er fyrir umsóknir um styrki hjá Hönnunarsjóði. Hönnunarsjóður veitir styrki til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk. Í síðustu úthlutun sjóðsins hlutu 49 fjölbreytt verkefni styrk. Meðal verkefna voru verkefni með samfélagsleg markmið og grænar áherslur. Veittir eru þróunar- og rannsóknarstyrkir, verkefnastyrkir, markaðs- og kynningarstyrkir og ferðastyrkir. Frekari […]
Grein formanns Rauða krossins
„Starfsemi Rauða krossins snertir fólk í tengslum við heimsfaraldur Covid19 á ýmsan hátt. Fulltrúar félagsins störfuðu í samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðarstjórnum víðsvegar um landið, en einnig voru opnuð farsóttarhús á nokkrum stöðum og hafa verið opin í Reykjavík frá því í mars, þó með stuttu hléi í sumar.“ „Sérstök áhersla var á félagsleg verkefni Rauða […]
Umsóknarfrestur 6. janúar: Styrkir til félagasamtaka og verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála
Við minnum á að umsóknarfrestur vegna styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til verkefna og félagasamtaka á sviði umhverfis- og auðlindamála er 6. janúar nk. Við úthlutun er lögð sérstök áhersla á samstarfsverkefni félagasamtaka, almennings og/eða annarra sem snúa að hringrásarhagkerfinu og loftslagsmálum. Á vef stjórnarráðsins eru frekari upplýsingar.
Sprotalisti Poppins & Partners
Ráðgjafarfyrirtækið Poppins & Partners (P&P) hefur gefið út lista yfir efnilegustu sprotaverkefni ársins 2020. „Markmið okkar með birtingu listans er að vekja athygli á þeirri grósku, framsækni og fjölbreytileika sem er í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi og hjá Íslendingum búsettum erlendis. Það hefur verið sérstaklega áhugavert að fylgjast með áræðni frumkvöðla á þessu einkennilega […]
Hvað er samfélagsleg nýsköpun?
Social Innovation Academy býður upp á rafrænt námskeið um samfélagslega nýsköpun. Þar má læra um nýsköpunarferlið og félagslega frumkvöðla, lesa viðtöl við frumkvöðla og dæmi um vel heppnaða nýsköpun. Fyrsti hluti námskeiðsins leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hvað er samfélagsleg nýsköpun ekki? Á hvaða hátt er samfélagsleg nýsköpun ólík annarri […]
Bækur ársins samkvæmt Stanford Social Innovation Review
Stanford Social Innovation Review hefur birt lista yfir bækur ársins á sviði þriðja geirans. Á listanum eru bækur á borð við How Technology Shapes Social Movements eftir Ray Brescia sem fjallar um áhrif upplýsingatækni- og samfélagsmiðlavæðingu síðustu ára á samfélagshreyfingar. Aðrar bækur: Civic Gifts: Voluntarism and the Making of the American Nation-State eftir Elisabeth S. […]
Hjálparsamtök standa vaktina yfir jólin
Hjálparsamtök standa vaktina yfir jólin þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir Forsvarsmenn hjálparsamtaka greina frá því að beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið á árinu vegna efnahagsþrenginga. Um 40 prósent aukning var á fjölda þeirra sem leituðu aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar á 6 mánaða tímabili frá mars 2020 samanborið við sama tímabil árið 2019. Forsvarsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar áttu von á að aukning á beiðnum um jólaaðstoð yrði […]
Myndbönd: Innblástur fyrir samfélagslega nýsköpun
Með samfélagslegri nýsköpun er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.
Kynningarfundur Snjallræðis
Við vekjum athygli á kynningarfundi samfélagshraðalsins Snjallræðis Ert þú frumkvöðull sem vilt leiða samfélagslegar breytingar? Fundurinn verður haldin í hádeginu 7. janúar. Frekari upplýsingar hér. „Markmiðið með Snjallræði er að vera suðupottur og uppspretta lausna við áskorunum samtímans, en þetta er í þriðja sinn sem samfélagshraðallinn fer í gang. Kynningarfundur verður 7. janúar en allt að […]
Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsfélög
Stjórnvöld auka við stuðning við íþrótta- og æskulýðsfélög en starf þeirra hefur raskast verulega vegna COVID-19. Um er að ræða viðbótarframlag til stuðnings íþróttafélögum og greiðslur vegna launakostnaðar íþróttafélaga. Að auki munu félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta sótt um styrk sem verður auglýstur á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins í […]
Ný samnorræn félagasamtök
„Norðurlöndin eru auðug af samtökum og fólki sem vinnur ötullega í þágu kvenna og minnihlutahópa. Hér er líka verið að vinna þýðingarmikið starf til að standa vörð um netið og stafræn réttindi þeirra 26 milljón íbúa sem búa á Norðurlöndunum. Okkur þykir verðugt verkefni að sameina þessar hugsjónir. Þess vegna höfum við stofnað NORDREF, the […]
Jólakveðja
Vaxandi, miðstöð um samfélagslega nýsköpun óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu.
Blái herinn og COVID19
Síðasta örviðburðurinn í verkefninu Félagasamtök í heimsfaraldri hefur verið birtur. Tómas J. Knútsson stofnandi bláa hersins segir frá því hvernig hann snéri vörn í sókn í kjölfar COVID19. „COVID kenndi mér að fara í sóknarhug og leita lausna á þessu verkefni sem þarf að leysa í fjörum landsins, við erum búin að finna verstu fjörunnar, verstu […]
Viltu lesa um samfélagslega nýsköpun í jólafríinu?
Vantar þig jólabók? Viltu lesa um samfélagslega nýsköpun? Social Innovation: How Societies Find the Power to Change eftir Geoff Mulgan kom út árið 2019. Mulgan fer yfir samfélagslega nýsköpun í sögulegu samhengi, framfarir á síðustu áratugum og hvernig nýta megi samfélagslega nýsköpun við að leysa vandamál samtímans. Fleiri bækur um samfélagslega nýsköpun má finna undir […]
Ný aðferðafræði í íþróttum
„Það er afskaplega mikilvægt fyrir áframhaldandi þróun á árangursríkri íþróttaþjálfun barna og unglinga hér á landi að rannsaka hvort inngripið virki og þá hvernig. Við hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni í samstarfi við öfluga samstarfsaðila.“ Þetta segir Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR í samtali við UMFÍ um verkefni á vegum Sýnum […]
Hlaðvörp um sjálfboðaliðastarf
Nokkur áhugaverð hlaðvörp um sjálfboðaliðastörf. Veist þú um áhugavert hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf? Hefur sjálfboðaliðastarf verið umfjöllunarefni í íslensku hlaðvarpi? Happiness For Cynics Sjálfboðaliðastarf er umfjöllunarefni hlaðvarpsþáttar í ástralska hamingjuhlaðvarpinu Happiness For Cynics. Hver er ávinningur sjálfboðaliðastarfs fyrir sjálfboðaliðann? NCVO Áhugavert hlaðvarp á vegum NCVO. Hverjir eru sjálfboðaliðar? Mætti gera sjálfboðaliðastarf sveigjanlegra? Orielcast Viðtal við sjálfboðaliða […]
14% breskra sjálfboðaliðasamtaka búast við að hætta starfsemi á komandi ári
Hver er staða sjálboðaliðasamtaka í Bretlandi? 57% breskra sjálfboðaliðasamtaka segjast finna fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustu. Á sama tíma greina 38% sjálfboðaliðasamtaka frá því að þau búist við að fjárhagsstaða versni verulega á komandi mánuði og 14% sjálfboðaliðasamtaka búast við að hætta starfsemi á komandi ári. Þetta eru niðurstöður könnunar á stöðu sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi […]
Félagasamtök í heimsfaraldri: Þroskahjálp
Við þökkum Landsamtökum Þroskahjálpar kærlega fyrir þátttöku í verkefninu Félagasamtök í heimsfaraldri og að leyfa okkur að skyggnast inn í hið mikilvæga starf sem unnið er á þeirra vegum. Fleiri frásagnir frá félagasamtökum hér.
Vaxandi á Instagram
Vaxandi er nú á Instagram. Endilega fylgið okkur! Vaxandi er einnig á Facebook og Youtube. ….. Hagnýtt efni á vef NGO Conntect: Hvernig geta félagasamtök nýtt sér samfélagsmiðla til að auka áhrif sín? Sjáðu svarið hér.
Fjármálaráðherra ræðir breytingar á skattlagningu þriðja geirans
Í fjölmiðlum um helgina fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Viðtal við Bjarna í Viðskiptablaðinu Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Bjarni að frumvarpið hafi […]
Ertu að stofna eða reka ungmennafélag?
Á vef Landssambands ungmennafélaga (LUF) má finna verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærakistan er stútfull af efni og leiðbeiningum um ýmis málefni sem varða ungmennafélög og félagasamtök yfirleitt. Fjármögnun og styrkumsóknir Verkefnisstjórnun Stofnun félagasamtaka Rekstur og áætlanagerð o.s.frv. „Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga. Markmið hennar er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna […]
Áhugaverður fyrirlestur Dr. Nick Spencer um hönnunarhugsun á málþingi Almannaheilla og Vaxandi
Í gær, 10 desember, á málþingi Almannaheilla og Vaxandi talaði Dr. Nick Spencer hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi um hvernig snúa megi flóknum vandamálum upp í tækifæri með nálgun hönnunar (e. A design-led approach to transforming wicked problems into design situations and opportunities). Hann fjallaði sérstaklega um verkefni um netöryggi sem […]
Taktu þátt í samfélagshraðlinum Snjallræði
Opið er fyrir umsóknir í Snjallræði fyrir árið 2021. Snjallræði er fyrsti íslenski samfélagshraðallinn. Átta hugmyndir, verkefni eða fyrirtæki á sviði samfélagslegrar nýsköpunar verða valin til þátttöku í hraðlinum. Þau fá leiðsögn og þjálfun í átta vikna dagskrá sem unnin er í samstarfi við sérfræðinga frá MIT designX, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. […]
27 dæmi um samfélagslega nýsköpun í nýrri skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Í nýrri skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru 27 dæmi um samfélagslega nýsköpun, eitt dæmi frá hverju sambandsríki. Verkefnin eru ýmist á vegum félagasamtaka, frumkvöðla, stofnana eða fyrirtækja. Markmiðið með skýrslunni er að vekja athygli á fjölbreyttri og vel heppnaðri samfélagslegri nýsköpun í Evrópu og þeim góðu áhrifum sem hún hefur á Evrópubúa og samfélagið í heild. […]
Ungt fólk leitar nýrra leiða í loftslagsmálum
„Þegar sameinuðu þjóðirnar tilkynntu að fallið væri frá því að halda árlega ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál leituðu ungmenni nýrra leiða til þess að halda hana þar sem loftslagsváin hefur ekki minnkað þrátt fyrir að veiran hafi komið fram á sjónarspilið.“ Þetta kemur fram á vef félagasamtakanna Ungir umhverfissinar. Félagasamtökin tóku á dögunum þátt í alþjóðlegri ráðstefnunni Mock COP26 þar […]
Auglýst eftir styrkumsóknum vegna samfélagslegra verkefna
KSÍ Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum vegna samfélagslegra verkefna. Annars vegar auglýsir KSÍ eftir umsóknum frá samtökum sem vilja vinna að samfélagslegu verkefni í samstarfi við KSÍ. Hámark tvö verkefni verða fyrir valinu og munu verkefnin fá birtingu á landsleikjum, á vef og miðlum KSÍ og annan stuðning, til að mynda í formi vinnuframlags. Við val […]
Greinar um skapandi hugsun og samfélagslega nýsköpun
Stanford Social Innovation Review hefur birt fjölda greina um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun. Aðferðin er ólínuleg, skapandi og byggir á notendamiðaðri nálgun. Hér er yfirlit yfir helstu greinar. Þar má meðal annars finna greinina Design Thinking for Social Innovation sem segir frá aðferðinni og sögu hennar. Einnig má finna greinina The Next […]
Málþing: Að breyta áskorunum í tækifæri með skapandi hugsun
Fimmtudaginn nk. er málþing á vegum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun. Málþingið fer fram í streymi á Zoom. Hér má finna hlekk á streymið. Dr. Nick Spencer, hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi, heldur erindi um hvernig breyta megi áskorunum í tækifæri með hönnunarhugsun (e. design thinking). Dr. […]
Takk sjálfboðaliðar!
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Í ár þökkum við sjálfboðaliðum sérstaklega vel fyrir störf þeirra. Í heimsfaraldrinum hefur hið mikilvæga hlutverk almannaheillasamtök komið bersýnilega í ljós og starfa þau oft á tíðum á grunnu sjálfboðaliða, takk sjálfboðaliðar! Í dag er dagurinn til þess að þakka sjálfboðaliðum, deila bláum hjörtum og bera grímur […]
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans 5. desember
Á morgun laugardaginn 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Árlega á þessum degi eru almannaheillafélög, stjórnvöld og almenningur hvött til þess að vekja athygli á og þakka fyrir störf sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðar hafa verið heiðraðir á þessum degi í 35 ár en Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna setti daginn árið 1985. Sjálfboðaliðasveit Sameinuðu þjóðanna bjóða upp á dagskrá […]
Viðtal við formann Almannaheilla
„Almenningur er mjög tryggur þessum samtökum“ Þetta segir Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans sem var gestur morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun. Jónas fjallaði þar um stöðu almannaheillasamtaka í faraldrinum; Almannaheillafélög gegna mikilvægu hlutverki í faraldrinum, þau hafa verið kölluð til á upplýsingafundum almannavarna og hafa mörg hver gjörbreytt starfsemi sinni til að […]
Vel heppnað málþing Vaxandi og Almannaheilla um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun
Glæra úr fyrirlestri Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur, deildarstjóra miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur sem lýsir stefnumótunarferlinu. Í gær fór fram málþing Almannaheilla og Vaxandi um skapandi hugsun við samfélagslega nýsköpun. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður og deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um hvernig bókasafnið hefur nýtt sér hönnunarhugsun við […]
Skattalegt umhverfi þriðja geirans bætt: Frumvarp til laga
„Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann.“ Textinn er úr grein Ómars H. Kristmundssonar, Tímamótatillögur, sem birt var á vef Vísis í apríl 2020. Hér vísar Ómar í tillögur starfshóps um lækkun á skattaálögum almannaheillasamtaka og skattaívilnanir sem hvetji til stuðnings við þau. Nú bíður stjórnarfrumvarp fyrstu umræðu Alþingis sem byggir á vinnu starfshópsins. Frumvarpið felur […]
Félagasamtök í heimsfaraldri: Heimili og skóli
Styrkir til félagasamtaka og verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála sem og rekstrarstyrki til félagasamtaka sem hafa umhverfismál sem eitt af meginmarkmiðum sínum. Við úthlutun er lögð sérstök áhersla á samstarfsverkefni félagasamtaka, almennings og/eða annarra sem snúa að hringrásarhagkerfinu og loftslagsmálum. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2021. Á vef stjórnarráðsins má finna ítarlegri […]
Ný úrræðaleitarvél
Úrræðaleitarvélina má finna á vefnum Eitt líf sem minningarsjóður Einars Darra stendur að. Leitarvélin leiðbeinir notendum sem leita úræða vegna vandasamra mála tengdum geðheilsu, fíkn, kynheilbrigði, ofbeldi, félagsmál og fráfalls ástvinar. Frábært framtak!
Frumkvöðlastarf í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Friðrik Sigurðsson fær kærleikskúluna 2020 sem viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þetta kemur fram á vef Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Friðrik hefur komið víða við. Hann er stofnandi hátíðarinnar List án landamæra, hann stóð að stofnun samtakanna Átaks, félags fólks með þroskahömlun og átti hugmyndina að þáttunum Með okkar augum. „Friðrik hefur helgað […]
Skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun: Málstofa á vegum Vaxandi og Almannaheilla
Við kynnum málstofu á vegum Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hönnunarhugsun hefur að undanförnu notið vinsælda sem aðferð við nýsköpun og stefnumótun. Aðferðin er ólínuleg, byggir á notendamiðaðri nálgun og sótt í verkfærakistu hönnunar. Við spyrjum, má nýta aðferðina í meira mæli í þriðja geiranum? Dagskrá: 1. Opnun málþings 2. […]
Fréttir af verkefnum sjálfboðaliða í Evrópu
Miðstöð sjálfboðaliða í Evrópu ( e. European Volunteer Center) hefur gefið út fréttabréf í tilefni að degi sjálfboðaliðans en 5. desember ár hvert er helgaður sjálfboðaliðum. Fréttabréfið er hlaðið sögum af nýjum sjálfboðaverkefnum sem sprottið hafa upp í kjölfarið af COVID19. Einnig má lesa fjölda viðtala við sjálfboðaliða um alla Evrópu sem vinna að því að leysa þau nýju […]
Félagasamtök í heimsfaraldri: ADHD
Hrannar hjá ADHD samtökunum segir okkur frá starfi samtakanna og viðbrögðum við heimsfaraldrinum í fróðlegri upptöku! Við þökkum ADHD samtökunum kærlega fyrir þátttökuna í verkefninu félagasamtök í heimsfaraldri. „Niðurstaða okkar eftir þetta er að við ætlum að gera okkar starf rafrænna og gera þjónustuna við okkar fólk þannig að fólk geti sótt hana hvaðan sem er af […]