Stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar í Svíþjóð eflt

Sænsk samtök á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og tveir háskólar hafa snúið bökum saman við að bæta stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar þarlendis. Áhersla samstarfsins fyrstu tvö árin eru á að kortleggja núverandi stöðu og mynda langtímastefnu. Hagsmunaðilirnir 9 eru SE Forum, Ashoka Nordic  Coompanion Västerbotten Reach for Change  Impact Invest Inkludera Mikrofonden Linköping University Sopact, Lund Univeristy Frekari […]

Fréttir af verkefnum sjálfboðaliða í Evrópu

Miðstöð sjálfboðaliða í Evrópu ( e. European Volunteer Center) hefur gefið út fréttabréf í tilefni að degi sjálfboðaliðans en 5. desember ár hvert er helgaður sjálfboðaliðum. Fréttabréfið er hlaðið sögum af nýjum sjálfboðaverkefnum sem sprottið hafa upp í kjölfarið af COVID19. Einnig má lesa fjölda viðtala við sjálfboðaliða um alla Evrópu sem vinna að því að leysa þau nýju […]

Viðbragð borgarasamfélagsins við COVID19

Öllum ætti nú að vera ljóst að borgarasamfélagið er og verðum um ókomna framtíð mikilvægur hlekkur í viðbrögðum við hamförum. Þetta segir í inngangi á nýrri skýrslu á vegum CIVICUS um borgarasamfélagið sem kallast „Samstaða á krísutímum.“ CIVICUS er alþjóðlegt bandalag borgarasamtaka. Markmið bandalagsins er að styrkja borgarasamfélagið um allan heim. Í skýrslunni er farið […]

Nýsköpun við matarúthlutanir vegna COVID

Norsk samtök sem veita matarhjálp tóku upp nýjar aðferðir við matarúthlutanir í fyrstu bylgju COVID19. Matarúthlutanir fóru meðal annars fram á fyrirframgefnum tíma, í gegnum glugga til virða nálægðartakmörk og með heimsendingu. Breytingarnar á þjónustunni reyndust mikilvægar enda jókst eftirspurn eftir matarhjálp um 40%. Þetta er meðal þess kemur fram í skýrslu um matarúthlutanir í […]

Rafræn ráðstefna um samfélagslega nýsköpun: Social Innovation summit

Forum for Social Innovation, sænsk miðstöð um samfélagslega nýsköpun stendur fyrir tveggja daga rafrænni ráðstefnu um samfélagslega nýsköpun í samstarfi við Háskólann í Malmö og Malmö borg. Ráðstefnan fer fram 10. – 11. nóvember nk. Við hvetjum áhugasama til þess að kynna sér dagskránna en þar má finna viðburði á bæði sænsku og ensku.

Umfangsmikil og vönduð nýsköpun á sviði velferðarmála í Danmörku í fyrstu bylgju COVID19

Meirihluti eða um 70% frjálsra félagasamtaka í Danmörku stunduðu samfélagslega nýsköpun í fyrstu bylgju COVID faraldursins samkvæmt nýrri skýrslu um nýsköpun á sviði velferðarmála í Danmörku. Skýrslan gefur til kynna að nýsköpun hafi verið umfangsmikil og vönduð í fyrstu bylgju og framkvæmt af hinu opinbera, af þriðja geiranum eða í samstarfi hins opinbera og þriðja […]