Bókalisti Stanford Social Innovation Review

Listi Stanford Social Innovation Review yfir bækur ársins 2020 á sviði þriðja geirans og samfélagslegrar nýsköpunar. Listann í heild ásamt bókagagnrýni má sjá hér.

Safn fræðigreina og bóka

Safn fræðigreina og bóka um félagasamtök og sjáfboðastarf. Ýmist á dönsku eða ensku. 2012-2020.

Hönnunarhugsun og stefnumótun

Glæra úr fyrirlestri Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur, deildarstjóra miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur sem lýsir stefnumótunarferlinu. Guðrún Lilja kom fram á málþingi Vaxandi og Almannaheilla 2. desember 2020.

Tímamótatillögur

Grein Ómars H. Kristmundssonar, Tímamótatillögur, sem birt var á vef Vísis í apríl 2020.  

(Illustration by iStock/DrAfter123)

Greinar um skapandi hugsun og samfélagslega nýsköpun

Stanford Social Innovation Review hefur birt fjölda greina um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun. Aðferðin er ólínuleg, skapandi og byggir á notendamiðaðri nálgun. Hér er yfirlit yfir helstu greinar.

Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök?

Útdráttur: Lýst er niðurstöðum rannsóknar á mikilvægi sjálfboðaliða sem auðlindar fyrir félagasamtök í velferðarþjónustu á Íslandi. Viðfangsefnið snýr að alþjóðlegri fræðilegri umræðu um hlutverk sjálfboðaliða innan félagasamtaka. Sú umræða hefur fram að þessu beinst meira að framboði sjálfboðastarfs fremur en eftirspurn félagasamtaka eftir slíku framlagi. Rannsókninni er ætlað að bæta úr þörf á að greina hvernig félagasamtök nýta sér sjálfboðaliða. Notast er við tvö gagnasöfn höfunda, spurningakönnun sem gerð var meðal þorra starfandi félaga í velferðarþjónustu 2011 á Íslandi og könnun á heimasíðum þeirra 2013. Á niðurstöðum rannsóknarinnar verður ekki séð að framlag sjálfboðaliða sé mikilvægur hluti af starfsemi þorra velferðarfélaga á Íslandi. Hlutverk sjálfboða er afmarkað við stjórnarsetu og tímabundin átaksverkefni, eins og fjáraflanir. Það er háð stærð og meginhlutverki félaganna hversu mikið sjálfboðaliðar koma að öðrum verkefnum. Framlag sjálfboðaliða minnkar eftir því sem starfsfólk er fleira og vægi þeirra er minna hjá félögum í þjónustustarfsemi en meðlimamiðuðum félögum og baráttusamtökum. Niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir, m.a. varðandi áhrif fagvæðingar á starfsemi félagasamtaka. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar með hliðsjón af vísbendingum um að áhugi fólks á að leggja fram vinnuframlag sitt til góðra málefna án endurgjalds hafi ekki breyst á undanförnum áratugum. Þetta leiðir til spurninga um það hversu vel hefðbundið félagsform mæti þörfum samfélagsins fyrir sjálfboðastörf.

Ómar H. Kristmundsson  og Steinunn Hrafnsdóttir. 2013. Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök? Stjórnmál og stjórnsýsla 9(2): 567-584.



Hlaða niður

Sjálfboðastörf á Íslandi: Þróun og rannsóknir

Útdráttur: Skilgreiningar og rannsóknir á eðli og umfangi sjálfboðastarfa hafa aukist mikið á undanförnum árum. Á Íslandi er þetta rannsóknarsvið svo til ómótað. Í greininni er fjallað um skilgreiningar á sjálfboðastarfi og frjálsum félagasamtökum. Söguleg þróun sjálfboðastarfa á Íslandi er rakin. Ennfremur eru tengsl félagsráðgjafar við Háskóla Íslands við þetta rannsóknarsvið tekin til umfjöllunar. Gefið er yfirlit yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á umfangi sjálfboðastarfa og samanburður gerður við alþjóðarannsóknir. Helstu niðurstöður greinarinnar eru að umfang sjálfboðastarfa og mikilvægi þeirra sé svipað og á hinum Norðurlöndunum en að Ísland hafi einnig sín sérkenni sem eru samofin sögu okkar og menningu.

Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. Sjálfboðastörf á Íslandi: Þróun og rannsóknir. Tímarit félagsráðgjafa 1: 43-54.



Hlaða niður

The Icelandic Voluntary Sector: Development of Research

Grein í bók Norrænu ráðherranefndarinnar um borgarasamfélagið og framtíð velferðarþjónustu í hinum norrænu ríkjum.

Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. The Icelandic Voluntary Sector: Development of Research. Nordic Civic Society Organisations and the Future of Welfare Services, 194-210. Ritstýrt af Aila-Leena Matthies. Norræna ráðherranefndin, Kaupmannahöfn.

Af hverju vinnur fólk sjálfboðaliðastörf?

Úr inngangi: Í erindinu verður gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum rannsóknar sem meðal annars fjallar um ástæður þess að fólk vinnur sjálfboðastörf og hvaða ávinning það hefur af því. Einnig verður skýrt frá því hvers vegna fólk vinnur ekki sjálfboðaliðastörf.

Greinina má lesa í Rannsóknum í félagsvísindum VII.

Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. Af hverju vinnur fólk sjálfboðaliðastörf? Rannsóknir í félagsvísindum 7: 235-44.

Tengsl sjálfboðasamtaka og opinberra aðila í velferðarþjónustu

Úr inngangi: Í greininni verður fjallað um álitamál um hlutverk sjálfboðastarfa í velferðarþjónustu, kynnt líkön um slík tengsl og styrkleiki og veikleiki hvers.

Greinina má finna í Rannsóknum í félagsvísindum IV.

Steinunn Hrafnsdóttir. 2003. Tengsl sjálfboðasamtaka og opinberra aðila í velferðarþjónustu. Rannsóknir í félagsvísindum 4: 235-243.

Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi

Útdráttur: Í greininni er fjallað um þátttöku Íslendinga í sjálfboðastarfi. Rannsóknin sem byggir á gagnasafni Evrópsku lífsgildakönnunarinnar (EVS) frá 1990-2010 er sett í samhengi við alþjóðlega fræðilega umræðu um sjálfboðaliða og þátttöku í sjálfboðastörfum. Um þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum 2009-2010, örlítið færri en 1990, 75% voru í félögum og er það svipað hlutfall og 1990. Flestir vinna fyrir íþrótta- og tómstundafélög og félagsaðild í þeim er einnig mest. Því næst koma velferðarfélög en hlutfallslega mest hefur dregið úr sjálfboðastörfum á sviði velferðarmála. Karlar eru mun líklegri en konur til að sinna sjálfboðastörfum hjá íþrótta-og æskulýðsfélögum en í öðrum sjálfboðastörfum er ekki munur á kynjum. Algengara er að fólk eldra en 50 ára sinni sjálfboðastörfum en yngra fólk, sérstaklega fyrir velferðarfélög. Háskólamenntaðir eru líklegastir til að sinna sjálfboðastörfum. Staða á vinnumarkaði hefur áhrif hvort fólk vinnur sjálfboðastörf, sérstaklega meðal íþrótta-og æskulýðsfélaga. Gift fólk er í öllum tilvikum líklegra en aðrir hópar til að stunda sjálfboðastörf og þeir sem búa í dreifbýli eru einnig líklegri en þeir sem búa í þéttbýli til að sinna slíkum störfum. Niðurstöðurnar eru að meginstefnu sambærilegar niðurstöðum erlendra
rannsókna og veita mikilvægar upplýsingar um þátttöku í sjálfboðastarfi á Íslandi og þróun hennar í alþjóðlegu samhengi.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2014. Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi. Stjórnmál og stjórnsýsla 10(2): 425-42.



Hlaða niður

Volunteers for NPOs in Welfare Services in Iceland: A Diminishing Resource?

Abstract: The question of declining membership of non-profit organizations (NPOs) has been central in academic discussion and research has indicated changes in the way people volunteer. Less emphasis has been on the functions of volunteers as a resource for NPOs and how changes such as increased reliance on professionals in their operations can influence the volume and type of volunteering. This paper examines the value of volunteers as a resource for Icelandic NPOs in the field of welfare services. It is based on a study of the majority of active Icelandic NPOs in the welfare field, as well as an analysis of their respective websites. The findings show that volunteer contributions do not constitute a significant part of the activities of most Icelandic NPOs in welfare services. Apart from membership of boards, volunteers seem to be used primarily as a means of supplementing other resources, such as temporary fundraising efforts. However, the level of volunteering varies according to the size and operational type of organization.

Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2017. Volunteers for NPOs in Welfare  Services in Iceland: A Diminishing Resource? Voluntas 28: 204-222.



Hlaða niður

Hvers vegna gerist fólk sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum á Íslandi?

Útdráttur: Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvers vegna fólk tekst á hendur sjálfboðastörf hjá Rauða krossinum á Íslandi og kanna hvort lýðfræðilegir þættir tengist því að fólk sinnir slíkum störfum. Spurningalisti var lagður fyrir 2.733 sjálfboðaliða Rauða krossins árið 2014 og svaraði 901 spurningunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill meirihluti sjálfboðaliðanna hóf sjálfboðastörf vegna lífsviðhorfa eða gildismats, en hagnýtir og/eða persónulegir þættir höfðu einnig áhrif. Lýðfræðilegir þættir tengdust því hvernig sjálfboðaliðarnir röðuðu ástæðum sínum í mikilvægisröð og þá sérstaklega aldur þátttakenda. Konur eru í miklum meirihluta meðal sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum, algengast er að fólk fimmtugt og eldra sinni sjálfboðastörfunum, fjórir af hverjum tíu hafa framhaldsskólamenntun og um þriðjungur háskólamenntun. Meira en helmingur sjálfboðaliðanna er í launavinnu og hlutfallslega fleiri stunda sjálfboðastörf á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar eru að meginstefnu til sambærilegar niðurstöðum erlendra og innlendra rannsókna á góðgerðar- og líknarfélögum og veita mikilvægar upplýsingar um ástæður þess að fólk hefur sjálfboðastörf fyrir slík félög.

Steinunn Hrafnsdóttir, Ómar H. Kristmundsson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. 2017. Hvers vegna gerist fólk sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum á Íslandi? Tímarit félagsráðgjafa 1(11): 11-17. 



Hlaða niður

The role of non-profit organisations in the development and provision of welfare services in Iceland

Abstract: In the article the role of non-profit organisations in the development and provision of welfare services in Iceland is discussed. As Iceland has adopted the so-called Nordic welfare model or social democratic regime, the country should – according to Lester M. Salomon and Helmut K. Anheier’s social origin theory – have a limited role in welfare service provision. Instead it should have a primarily supplementary role, advocating citizens’ rights and responding to unmet public needs. Based on analysis of historical data and official statistics, our findings for Iceland only partly support the theory. Non-profit organisations, both in the past and presently, do have an important role in providing welfare services. This is especially the case of certain functional areas like services for the elderly and disabled, rehabilitation and treatment of alcohol and drug users. Non-profit organisations providing public services can be considered quasi government agencies and have not grown in number in the past decades. Organisational growth has however continued among associations with smaller-scale operations, i.e. the so-called member-oriented groups and campaigning associations responding to unmet citizens’ needs.

Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2012. The role of non-profit organisations in the development and provision of welfare services in Iceland. Moving the Social, 48: 179-192.



Hlaða niður

Rannsókn á framlagi og efnahagslegu mikilvægi sjálfboðastarfa

Úr inngangi: Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður VIVA rannsóknarinnar fyrir árið 2002 hjá deildum Rauða kross Íslands. Fjallað er um VIVA aðferðina, framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi, fjárfestingu við sjálfboðastarf og framlag og efnahagslegt gildi sjálfboðastarfa. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman og tillögur gerðar að framtíðarrannsóknum með VIVA aðferðinni.

Hildur Bergsdóttir og Steinunn Hrafnsdóttir. 2003. Rannsókn á framlagi og efnahagslegu mikilvægi sjálfboðastarfa 2002. Unnið fyrir Rauða kross Íslands.



Hlaða niður

Réttarumhverfi félagasamtaka á Íslandi

Úrdráttur: Þrátt fyrir fjölda félagasamtaka og þýðingarmikið samfélagslegt hlutverk þeirra eru ekki í gildi heildarlög á Íslandi um starfsemi þeirra eins og um flest önnur félagaform. Í greininni er fjallað um þær reglur sem þó gilda um starfsemi félagasamtaka eða almennra félaga eins og þau eru nefnd í félagarétti. Auk skil greiningar á félaga forminu er þeim reglum lýst sem gilda um stofnun þeirra, félagsaðild, skipulag, ábyrgð og skuldbindingar. Einnig er rætt um þá regluum gjörð sem gildir um tekjuöflun félagasamtaka, atvinnustarfsemi, skattlagningu og fjárveitingar frá hinu opinbera. Gerður er saman burður á félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum sem starfa á sambærilegum vettvangi.

Hrafn Bragason og Ómar H. Kristmundsson. 2001. Réttarumhverfi félagasamtaka á Íslandi. Stjórnmál og stjórnsýsla 7(2): 437-450.



Hlaða niður

Félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa að velferðarmálum á Íslandi

Úrdráttur: Félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, sem eru hluti af hinum svokallaða þriðja geira, hafa um langa hríð gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þetta skortir upplýsingar um viðfangsefni, starf þeirra og umfang. Í greininni koma fram niðurstöður frumgreiningar á þessum viðfangsefnum. Notast er við greiningalíkön fræðimanna og alþjóðleg flokkunarkerfi til að skilgreina mismunandi hlutverk þeirra, greina fjölda og rekstrarumfang og mismunandi tengsl við hið opinbera. Byggt er á gagnasafni höfunda um áhrif efnahagskreppunnar á rekstarumhverfi þriðja geirans en einnig ritum um starfssögur einstakra félaga og sjálfseignarstofnana. Á grundvelli frumgreiningar á þessum þáttum er staðfest að hlutverk félagasamtaka og sjálfseignarstofnana á Íslandi í velferðarmálum er viðamikið en hefur tekið talsverðum breytingum á 20. öld. Með sama hætti hafa samskipti við hið opinbera breyst. Árið 2009 störfuðu skv. skilgreiningu höfunda 144 félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, þar af voru þau fyrrnefndu 85% heildarfjöldans. Tæplega 6 af hverjum 10 voru aðilar sem höfðu að meginmarkmiði að veita opinbera þjónusta, um 2 af hverjum 10 voru með meðlimamiðaða starfsemi svo sem sjálfshjálparhópa og svipað hlutfall voru hagsmuna- og baráttusamtök. Rekstrarumsvif þeirra sem sinna opinberri þjónustu voru lang mest og að sama skapi fjöldi launaðra starfsmanna. Um 2/3 hlutar rekstraraðila voru með einn eða tvo aðaltekjustofna. Algengast var að mikill hluti tekna kæmi úr ríkissjóði. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi vandaðrar opinberrar tölfræði og rannsókna á starfsemi þriðja geirans á Íslandi.

Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson, 2011.



Hlaða niður

The Changing Relationship Between the Government and the Nonprofit Sector in Iceland

The Changing Relationship Between the Government and the Nonprofit Sector in Iceland. Abstract: The paper illustrates a historical examination of nonprofit relations in welfare services in Iceland. Variables affecting the conditions under which different types of relations are developed are defined. The findings from the Icelandic case study coincide with other international studies describing some general changes in government-nonprofit relations in the 20th century, from supplementary to more complex complementary and adversarial relations using Young’s conceptualization. There are, however, some distinguishing features. The supplementary phase was prolonged when compared to other countries and nonprofits’ leading role in public policy making and provision of welfare services more prominent. A small and reactive public administration can be considered an important explanatory factor. Governmental effort to define a formal contractual relationship in the spirit of new public management at the end of the century have seemingly not lead to fundamental changes in the partners’ interaction. Grein er á ensku.

Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson, 2009.



Hlaða niður

Breytingar á tekjum félagasamtaka í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshrunsins

Útdráttur: Eins og alkunna er hefur efnahagshrunið haft víðtæk áhrif á íslenskt samfélag. Mikið hefur verið fjallað um áhrif þess á rekstur hins opinbera og einkafyrirtækja, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um áhrif efnahagsástandsins á samtök þriðja geirans. Samkvæmt fræðilegum skilgreiningum eru félagasamtök hluti af þriðja geiranum. Það sem einkennir þau er að starfsemin er hvorki hluti af opinberum rekstri né einkarekstri og starfræksla hans hefur ekki hagnað að markmiði. Félagsaðild er frjáls og þátttaka sjálfboðaliða er að einhverju leyti hluti af starfinu. Að baki starfseminni liggja hugsjónir og/eða ákveðin hugmyndafræði og markmiðið er oft að vinna að umbótum í þágu almennings og samfélagsins (Steinunn Hrafnsdóttir, 2008). Vegna þessarar sérstöðu félagasamtaka er áhugavert að skoða hvaða áhrif efnahagskreppur hafa á starfsemi félagasamtaka, þar á meðal hvernig tekjur og tekjusamsetning þeirra hafa breyst í kjölfar efnahagshrunsins. Í þessari grein verður fjallað um fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum núverandi efnahaghruns á félagasamtök í velferðarþjónustu á Íslandi með áherslu á að greina breytingar á tekjum þeirra.

Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson, 2010.



Hlaða niður

Stefnumiðuð áætlanagerð félagasamtaka

Útdráttur: Hér er um að ræða yfirlitsgrein um stefnumiðaða áætlanagerð (strategic planning) sem aðferð við stefnumótun félagasamtaka. Aðferðinni er ætlað að auðvelda skipulagsheildum að skapa sér framtíðarsýn og skilgreina þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar til að láta þá sýn verða að veruleika. Í upphafi er hugtök sem notuð eru við stefnumótun skilgreind. Lýst er meginatriðum í stefnumótunarferlinu, stöðumati, afmörkun úrlausnarefna og val leiða og mótun árangursmælikvarða. Fjallað er um uppbyggingu og frágang stefnumiðaðrar áætlunar en takmörkuð umfjöllun er um þetta viðfangsefni í kennslubókum. Rætt er um kosti og galla aðferðarinnar við stefnumótun félaga.

Ómar H. Kristmundsson, 2008.



Hlaða niður
Efni
Tegund
Leita