Lokaráðstefna WELFARE
Hátíðarsalur Háskóla Íslands 30. janúar kl. 13-16 Lars Hulgård er aðalfyrirlesari á lokaráðstefnu WELFARE – Designing the future welfare systems verkefnisins sem hefur það markmið byggja upp færni í samfélagslegu nýsköpunarstarfi meðal fagfólks, þriðja geirans og háskólanema. Lokaráðstefna verkefnisins er á ensku en þar mun fjölbreyttur hópur fyrirlesara kynna menntun, stuðningsumhverfi og nýsköpunarverkefni tengd […]
Lýðræði og hlutverk samfélagslegrar nýsköpunar
Þann 14.-16. mars næstkomandi stendur Stanford Social Innovation Review fyrir ráðstefnu á netinu undir yfirskriftinni „The role of social innovation in democracy„ en snemmskráningu lýkur 20. febrúar. Í lykilhlutverkum á ráðstefnunni og vinnustofum tengdum henni verða þau; Jonathan Reckford forstjóri Habitat for Humanity Internationa, Suzanne McCormick forseti og forstóri YMCA í Bandaríkjunum og Frederick J. […]
Styrkir til velferðar- og samfélags á höfuðborgarsvæðinu
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna á sviði velferðar- og samfélags með áherslu á Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins Fjármunir til úthlutunar eru 5,0 milljónir kr. en hámarksfjárhæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er 1,0 milljón kr. Umsóknareyðublað. Með umsókn skal jafnframt fylgja 8-12 glæru kynning pdf-formi (pitch […]
Stuðningur við samfélagslega nýsköpun – málþing og vinnustofa
Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14-16 í Lóni fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar Vaxandi kemur að skipulagi viðburðarins sem er hluti af verkefninu ”Social entrepreneurship for youth – SE4Y” sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins og Einurð leiðir. DAGSKRÁ 14:00 Opnunarávarp – Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor 14:15 Kynning á samfélagslega nýsköpunarverkefninu: “Dagur í lífi stúlku með ADHD” – […]
Nemendur í samfélagslegri nýsköpun í Háskóla Íslands á vinnustofu SE4Y í Litháen
Þær Stella Rún, Sara Rós og Katla tóku þátt í Vinnustofu SE4Y verkefnisins fyrir unga samfélagsfrumkvöðla sem Tavo Europa stóð fyrir í Litháen dagana 30. maí til 5. júní, sjá mynd. Þar unnu að samfélagslegu nýsköpunarhugmyndinni sinni sem snýst um að vinna fræðsluefni um ADHD hjá stúlkum. Samstarf þeirra hófst á námskeiðinu Samvinna og samfélagsleg […]
UNLEASH India skráning til 19. júní
UNLEASH India 2022 er vinnustofa fyrir samfélagslega nýsköpun og verður haldin í Karnataka Indlandi 3.-11. desember. Þar munu þúsund unmenni frá öllum heimshornum (18-35 ára) vinna að samfélagslegri nýsköpun sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Umsóknafrestur rennur út á sunnudaginn 19. júní en hægt er að sækja um hér og finna má frekari upplýsingar um […]
Vaxandi fær styrk frá Erasmus+ menntaáætluninni
Vaxandi og samstarfsaðilar í Grikklandi, Belgíu og Litháen fengu 253.060 Evra styrk frá Erasmus+ í verkefnið „Designing the future Welfare systems„, tveggja ára þróunarverkefni sem hefst í mars. Markmið verkefnisins er að þróa vinnustofur og námsefni í samfélagslegri nýsköpun á sviði velferðarmála fyrir nemendur háskóla og samfélagsleg fyrirtæki/félagasamtök. Vaxandi heldur utan um verkefnið en Steinunn […]