Umsóknarfrestur 6. janúar: Styrkir til félagasamtaka og verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til verkefna og félagasamtaka á sviði umhverfis- og auðlindamála er 6. janúar nk. Við úthlutun er lögð sérstök áhersla á samstarfsverkefni félagasamtaka, almennings og/eða annarra sem snúa að hringrásarhagkerfinu og loftslagsmálum. Á vef stjórnarráðsins eru frekari upplýsingar.