
Inga Björk frá Landssamtökum Þroskahjálpar segir okkur frá starfi og viðbrögðum Þroskahjálpar við heimsfaraldrinum. Nýjar áskoranir, verkefni, leiðir við fjáröflun o.s.frv. Birt 15. desember 2020.
„Við höfum þurft að leita annarra leiða til að selja almannakið… og erum í viðkvæmri stöðu vegna þess að við erum rekin svo mikið fyrir stuðning almennings. Það sem er auðvitað frábært er að við finnum ekki minnkandi stuðning frá almenningi; mánaðarlegum styrktaraðilum. Þessir einstaklingar hafa staðið þétt við bakið á okkur.“