Málþing 10. desember

Að breyta áskorunum í tækifæri með skapandi hugsun

Málþing á vegum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun. Málþingið fer fram í streymi á Zoom. Hér má finna hlekk á streymið.

Dr. Nick Spencer, hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi, heldur erindi um hvernig breyta megi áskorunum í tækifæri með hönnunarhugsun (e. design thinking). Dr. Spencer hefur unnið með fjölda stofnana og félagasamtaka við að skapa menningu þar sem glímt er við krefjandi áskoranir með skapandi hugsun að leiðarljósi. Þetta er gert með þátttöku hagsmunaaðila þar sem áhersla er lögð á að nýta styrkleika hvers og eins til að finna sameiginlega lausn.

Dagskrá:

  • Opnun málþings
  • Að snúa vandamálum upp í tækifæri með nálgun hönnunar. Dr. Nick Spencer, hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi.
  • Umræður

____

English:

Transforming problems into opportunities. An online Zoom event organized by Vaxandi, the Center for Social Innovation at the University of Iceland and Almannaheill, the association of the third sector.

Dr. Nick Spencer is Associate Professor of Design Innovation, at Northumbria University UK. His research is interested in navigating contested futures within complex social and organisational situations. Nick develops resilience within organisations and communities by establishing frameworks, capabilities, and behaviours to respond positively to challenging situations by scoping and defining new growth opportunities using creative practices. Nick’s research is novel in three aspects of design innovation: (1) adaption of design practices to mobilise multi-stakeholder multi-disciplinary networks of topic experts and non-experts to engage in co-creation; (2) enabling debate about the social consequences of innovation within a development process; and (3) creatively aligning capabilities and conflicting priorities to desirable and responsible outcomes.

Program:

  • Opening words
  • A design-led approach to transforming wicked problems into design situations and opportunities. Dr. Nick Spencer, Associate Professor of Design Innovation, at Northumbria University UK.
  • Questions and answers

Skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun: Málstofa á vegum Vaxandi og Almannaheilla

Hönnunarhugsun hefur að undanförnu notið vinsælda sem aðferð við nýsköpun og stefnumótun. Aðferðin er ólínuleg, byggir á notendamiðaðri nálgun og sótt í verkfærakistu hönnunar. Við spyrjum, má nýta aðferðina í meira mæli í þriðja geiranum?

Dagskrá: 

1. Opnun málþings

2. Hvernig má nýta hönnunarhugsun í starfi? Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, hönnuður og deildarstjóri Miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur talar um hvernig bókasafnið hefur nýtt sér hönnunarhugsun við stefnumótun, teymsvinnu og nýsköpunarverkefni.

3. Nýsköpun og aðlögun samtaka að breyttum aðstæðum vegnaheimsfaraldurs: Kynning frá félagasamtökunum Hugarafli.

Málstofan fer fram í streymi á Zoom. Hér má finna hlekk á streymið.

Staða félagasamtaka í heimsfaraldri: Málþing Almannaheilla og Vaxandi

Í yfirstandandi faraldri hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum félagasamtaka og annarra sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Fjölmörg þeirra hafa brugðist við auknum þörfum fyrir aðstoð. Félagasamtök treysta á stuðning almennings og framlög hins opinbera og einkaaðila. En hefur þessi stuðningur breyst á tímum faraldursins?

Á málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 29. október nk. verður þetta viðfangsefni í brennidepli. Þar verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á samfélagslegum stuðningi almennings á tímum COVID-19.

Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem beinist að því að meta hvaða áhrif faraldurinn hefur á stöðu þriðja geirans. Á málþinginu verður einnig fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem félagasamtök standa frammi fyrir. Ennfremur verður samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi um eflingu starfs félagasamtaka kynnt, m.a. sérstök vefsíða sem er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Slíkir vefir eru víðast til í nágrannalöndunum en hefur vantað á Íslandi.

Stjórnvöld hafa stutt við samstarfsverkefnið. Í þeim tilgangi að efla félagslegt frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun hafa ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands skrifað undir sameiginlega viljayfirlýsingu.

Dagskrá málþings er sem hér segir:

  1. Setning málþings, Ómar H. Kristmundsson, prófessor
  2. Kynning á nýjum vef, Jana Eir Víglundsdóttir, verkefnisstjóri Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun
  3. Staða þriðja geirans á tímum COVID-19, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla
  4. Samfélagslegur stuðningur á tímum COVID-19, Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor