Úr formála: Tildrög þessarar skýrslu eru þau að haustið 2006 var höfundur hennar ráðinn í prófessorsstöðu við Viðskiptaháskólann á Bifröst sem kennd er við Jónas Jónsson frá Hriflu. Megin viðfangsefni þessarar stöðu eru rannsóknir á sviði samvinnuhreyfinga. Samvinnuhreyfingar tilheyra svokölluðum þriðja geira samfélagsins, sem einnig gengur undir nöfnum eins og t.d. frjáls félagasamtök og félagshagkerfið og hagnaðarlausi (e. non-profit) geirinn. Starfssemi í þriðja geiranum einkennist af því að markmið hennar er ekki hámörkun hagnaðar og auðsöfnunar og hún tilheyrir ekki opinbera geiranum. Í þessari skýrslu er gerð tilraun til að leggja gróft mat á umfang þriðja geirans á Íslandi, en þörf er á mun umfangsmeiri rannsókn á inntaki og umfangi þessa geira en gert er í þessari skýrslu svo fullnægjandi mynd fáist af hlutverki hans í íslensku samfélagi og efnahagslífi.

Ívar Jónsson. 2006. Félagshagkerfið á Íslandi. Háskólinn á Bifröst.



Hlaða niður