Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út viðauka við skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina árið 2021.

Höfundar skýrslunnar og viðaukans eru Ásdís Aðalbjörg Arnalds, verkefnisstjóri, Guðný Gústafsdóttir, verkefnisstjóri og Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og stofnandi Vaxandi.