Útdráttur: Skilgreiningar og rannsóknir á eðli og umfangi sjálfboðastarfa hafa aukist mikið á undanförnum árum. Á Íslandi er þetta rannsóknarsvið svo til ómótað. Í greininni er fjallað um skilgreiningar á sjálfboðastarfi og frjálsum félagasamtökum. Söguleg þróun sjálfboðastarfa á Íslandi er rakin. Ennfremur eru tengsl félagsráðgjafar við Háskóla Íslands við þetta rannsóknarsvið tekin til umfjöllunar. Gefið er yfirlit yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á umfangi sjálfboðastarfa og samanburður gerður við alþjóðarannsóknir. Helstu niðurstöður greinarinnar eru að umfang sjálfboðastarfa og mikilvægi þeirra sé svipað og á hinum Norðurlöndunum en að Ísland hafi einnig sín sérkenni sem eru samofin sögu okkar og menningu.

Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. Sjálfboðastörf á Íslandi: Þróun og rannsóknir. Tímarit félagsráðgjafa 1: 43-54.



Hlaða niður