Kansalaisareena eru finnsk samtök um sjálfboðaliðastarf.
Kansalaisareena eru finnsk samtök um sjálfboðaliðastarf.
CIVICUS eru alþjóðlega almannaheillasamtök.
European Network of National Civil Society Associations eru almannaheillasamtök í Evrópu.
European Volunteer Center er miðstöð sjálfboðaliðasamtaka í Evrópu.
Frivillighed eru dönsk regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem byggja að einhverju leyti á framlagi sjálfboðaliða.
Concord eru sænsk regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem byggja að einhverju leyti á framlagi sjálfboðaliða.
Social Forum eru sænsk regnhlífarsamtök sjálfboðaliðasamtaka.
Frivillighed Norge eru norsk samtök sjálfboðaliðasamtaka.
Útdráttur: Lýst er niðurstöðum rannsóknar á mikilvægi sjálfboðaliða sem auðlindar fyrir félagasamtök í velferðarþjónustu á Íslandi. Viðfangsefnið snýr að alþjóðlegri fræðilegri umræðu um hlutverk sjálfboðaliða innan félagasamtaka. Sú umræða hefur fram að þessu beinst meira að framboði sjálfboðastarfs fremur en eftirspurn félagasamtaka eftir slíku framlagi. Rannsókninni er ætlað að bæta úr þörf á að greina hvernig félagasamtök nýta sér sjálfboðaliða. Notast er við tvö gagnasöfn höfunda, spurningakönnun sem gerð var meðal þorra starfandi félaga í velferðarþjónustu 2011 á Íslandi og könnun á heimasíðum þeirra 2013. Á niðurstöðum rannsóknarinnar verður ekki séð að framlag sjálfboðaliða sé mikilvægur hluti af starfsemi þorra velferðarfélaga á Íslandi. Hlutverk sjálfboða er afmarkað við stjórnarsetu og tímabundin átaksverkefni, eins og fjáraflanir. Það er háð stærð og meginhlutverki félaganna hversu mikið sjálfboðaliðar koma að öðrum verkefnum. Framlag sjálfboðaliða minnkar eftir því sem starfsfólk er fleira og vægi þeirra er minna hjá félögum í þjónustustarfsemi en meðlimamiðuðum félögum og baráttusamtökum. Niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir, m.a. varðandi áhrif fagvæðingar á starfsemi félagasamtaka. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar með hliðsjón af vísbendingum um að áhugi fólks á að leggja fram vinnuframlag sitt til góðra málefna án endurgjalds hafi ekki breyst á undanförnum áratugum. Þetta leiðir til spurninga um það hversu vel hefðbundið félagsform mæti þörfum samfélagsins fyrir sjálfboðastörf.
Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2013. Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök? Stjórnmál og stjórnsýsla 9(2): 567-584.
Útdráttur: Skilgreiningar og rannsóknir á eðli og umfangi sjálfboðastarfa hafa aukist mikið á undanförnum árum. Á Íslandi er þetta rannsóknarsvið svo til ómótað. Í greininni er fjallað um skilgreiningar á sjálfboðastarfi og frjálsum félagasamtökum. Söguleg þróun sjálfboðastarfa á Íslandi er rakin. Ennfremur eru tengsl félagsráðgjafar við Háskóla Íslands við þetta rannsóknarsvið tekin til umfjöllunar. Gefið er yfirlit yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á umfangi sjálfboðastarfa og samanburður gerður við alþjóðarannsóknir. Helstu niðurstöður greinarinnar eru að umfang sjálfboðastarfa og mikilvægi þeirra sé svipað og á hinum Norðurlöndunum en að Ísland hafi einnig sín sérkenni sem eru samofin sögu okkar og menningu.
Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. Sjálfboðastörf á Íslandi: Þróun og rannsóknir. Tímarit félagsráðgjafa 1: 43-54.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, kt. 600169-2039
Tölvupóstur: vaxandi@hi.is
Borði: Eggert Pétursson
Án titils, hluti, 2003-2004