Skýrsla um alþjóðlegt sjálfboðaliðastarf og COVID19. International Forum for Volunteering in Development (Forum). 2021.
Skýrsla um alþjóðlegt sjálfboðaliðastarf og COVID19. International Forum for Volunteering in Development (Forum). 2021.
Á vef Miðstöðvar sjálfboðaliða í Evrópu (European Volunteer Center) má finna hagnýtt efni um ýmis málefni sem varða sjálfboðaliðasamtök. Þar á meðal efni um:
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin er fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina (2021).
Höfundar skýrslunnar eru Ásdís Aðalbjörg Arnalds, verkefnisstjóri, Guðný Gústafsdóttir, verkefnisstjóri og Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og stofnandi Vaxandi.
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út viðauka við skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina árið 2021.
Höfundar skýrslunnar og viðaukans eru Ásdís Aðalbjörg Arnalds, verkefnisstjóri, Guðný Gústafsdóttir, verkefnisstjóri og Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og stofnandi Vaxandi.
Hlaðvarp um sjálfboðavinnu á vegum Miðstöðvar um sjálfboðavinnu í Evrópu (e. Center for Europen Volunteering).
Áhugavert hlaðvarp á vegum NCVO. Hverjir eru sjálfboðaliðar? Mætti gera sjálfboðaliðastarf sveigjanlegra?
Musick, Marc A., og John Wilson. Volunteers: A Social Profile (Philanthropic and Nonprofit Studies). Bloomington: Indiana University Press, 2008.
Safn fræðigreina og bóka um félagasamtök og sjáfboðastarf. Ýmist á dönsku eða ensku. 2012-2020.
Í skýrslunni er farið yfir stöðu borgarasamfélagsins í ljósi heimsfaraldurs, viðbrögð borgarasamfélagsins út um allan heim við faraldrinum og hugmyndir að næstu skrefum.
Tal om frivillighed i Danmark. Frivilligrapport 2016-2018. Skýrsla um sjálfboðastarf í velferðarmálum í Danmörku á árunum 2916-2018. Á dönsku.
Mette Hjære, Helene Elisabeth Dam Jørgensen og Malthe Lindholm Sørensen, 2018
Verkfærakista á sviði sjálfboðaliðastarfs ætluð félagasamtökum. Ritið er gefið úr af Miðstöð sjálfboðaliða í Evrópu (European Volunteer Center).
European Volunteering Strategies.
Árangur af sjálfboðaliðastarfi? Leiðbeiningar um hvernig megi mæla árangur og meta hvort sjálfboðastarf uppfylli sett markmið. Kynning og handbók gefin út af Miðstöð sjálfboðaliða í Evrópu
The Institute for Volunteering Research (IVR) er rannsóknarsetur um sjálfboðaliðastarf við the University of Eas Anglia í Bretlandi.
Kansalaisareena eru finnsk samtök um sjálfboðaliðastarf.
European Volunteer Center er miðstöð sjálfboðaliðasamtaka í Evrópu.
Frivillighed eru dönsk regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem byggja að einhverju leyti á framlagi sjálfboðaliða.
Concord eru sænsk regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem byggja að einhverju leyti á framlagi sjálfboðaliða.
Social Forum eru sænsk regnhlífarsamtök sjálfboðaliðasamtaka.
Frivillighed Norge eru norsk samtök sjálfboðaliðasamtaka.
Útdráttur: Lýst er niðurstöðum rannsóknar á mikilvægi sjálfboðaliða sem auðlindar fyrir félagasamtök í velferðarþjónustu á Íslandi. Viðfangsefnið snýr að alþjóðlegri fræðilegri umræðu um hlutverk sjálfboðaliða innan félagasamtaka. Sú umræða hefur fram að þessu beinst meira að framboði sjálfboðastarfs fremur en eftirspurn félagasamtaka eftir slíku framlagi. Rannsókninni er ætlað að bæta úr þörf á að greina hvernig félagasamtök nýta sér sjálfboðaliða. Notast er við tvö gagnasöfn höfunda, spurningakönnun sem gerð var meðal þorra starfandi félaga í velferðarþjónustu 2011 á Íslandi og könnun á heimasíðum þeirra 2013. Á niðurstöðum rannsóknarinnar verður ekki séð að framlag sjálfboðaliða sé mikilvægur hluti af starfsemi þorra velferðarfélaga á Íslandi. Hlutverk sjálfboða er afmarkað við stjórnarsetu og tímabundin átaksverkefni, eins og fjáraflanir. Það er háð stærð og meginhlutverki félaganna hversu mikið sjálfboðaliðar koma að öðrum verkefnum. Framlag sjálfboðaliða minnkar eftir því sem starfsfólk er fleira og vægi þeirra er minna hjá félögum í þjónustustarfsemi en meðlimamiðuðum félögum og baráttusamtökum. Niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir, m.a. varðandi áhrif fagvæðingar á starfsemi félagasamtaka. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar með hliðsjón af vísbendingum um að áhugi fólks á að leggja fram vinnuframlag sitt til góðra málefna án endurgjalds hafi ekki breyst á undanförnum áratugum. Þetta leiðir til spurninga um það hversu vel hefðbundið félagsform mæti þörfum samfélagsins fyrir sjálfboðastörf.
Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2013. Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök? Stjórnmál og stjórnsýsla 9(2): 567-584.
Útdráttur: Skilgreiningar og rannsóknir á eðli og umfangi sjálfboðastarfa hafa aukist mikið á undanförnum árum. Á Íslandi er þetta rannsóknarsvið svo til ómótað. Í greininni er fjallað um skilgreiningar á sjálfboðastarfi og frjálsum félagasamtökum. Söguleg þróun sjálfboðastarfa á Íslandi er rakin. Ennfremur eru tengsl félagsráðgjafar við Háskóla Íslands við þetta rannsóknarsvið tekin til umfjöllunar. Gefið er yfirlit yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á umfangi sjálfboðastarfa og samanburður gerður við alþjóðarannsóknir. Helstu niðurstöður greinarinnar eru að umfang sjálfboðastarfa og mikilvægi þeirra sé svipað og á hinum Norðurlöndunum en að Ísland hafi einnig sín sérkenni sem eru samofin sögu okkar og menningu.
Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. Sjálfboðastörf á Íslandi: Þróun og rannsóknir. Tímarit félagsráðgjafa 1: 43-54.
Úr inngangi: Í erindinu verður gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum rannsóknar sem meðal annars fjallar um ástæður þess að fólk vinnur sjálfboðastörf og hvaða ávinning það hefur af því. Einnig verður skýrt frá því hvers vegna fólk vinnur ekki sjálfboðaliðastörf.
Greinina má lesa í Rannsóknum í félagsvísindum VII.
Steinunn Hrafnsdóttir. 2006. Af hverju vinnur fólk sjálfboðaliðastörf? Rannsóknir í félagsvísindum 7: 235-44.
Úr inngangi: Í greininni verður fjallað um álitamál um hlutverk sjálfboðastarfa í velferðarþjónustu, kynnt líkön um slík tengsl og styrkleiki og veikleiki hvers.
Greinina má finna í Rannsóknum í félagsvísindum IV.
Steinunn Hrafnsdóttir. 2003. Tengsl sjálfboðasamtaka og opinberra aðila í velferðarþjónustu. Rannsóknir í félagsvísindum 4: 235-243.
Útdráttur: Í greininni er fjallað um þátttöku Íslendinga í sjálfboðastarfi. Rannsóknin sem byggir á gagnasafni Evrópsku lífsgildakönnunarinnar (EVS) frá 1990-2010 er sett í samhengi við alþjóðlega fræðilega umræðu um sjálfboðaliða og þátttöku í sjálfboðastörfum. Um þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum 2009-2010, örlítið færri en 1990, 75% voru í félögum og er það svipað hlutfall og 1990. Flestir vinna fyrir íþrótta- og tómstundafélög og félagsaðild í þeim er einnig mest. Því næst koma velferðarfélög en hlutfallslega mest hefur dregið úr sjálfboðastörfum á sviði velferðarmála. Karlar eru mun líklegri en konur til að sinna sjálfboðastörfum hjá íþrótta-og æskulýðsfélögum en í öðrum sjálfboðastörfum er ekki munur á kynjum. Algengara er að fólk eldra en 50 ára sinni sjálfboðastörfum en yngra fólk, sérstaklega fyrir velferðarfélög. Háskólamenntaðir eru líklegastir til að sinna sjálfboðastörfum. Staða á vinnumarkaði hefur áhrif hvort fólk vinnur sjálfboðastörf, sérstaklega meðal íþrótta-og æskulýðsfélaga. Gift fólk er í öllum tilvikum líklegra en aðrir hópar til að stunda sjálfboðastörf og þeir sem búa í dreifbýli eru einnig líklegri en þeir sem búa í þéttbýli til að sinna slíkum störfum. Niðurstöðurnar eru að meginstefnu sambærilegar niðurstöðum erlendra
rannsókna og veita mikilvægar upplýsingar um þátttöku í sjálfboðastarfi á Íslandi og þróun hennar í alþjóðlegu samhengi.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2014. Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi. Stjórnmál og stjórnsýsla 10(2): 425-42.
Abstract: The question of declining membership of non-profit organizations (NPOs) has been central in academic discussion and research has indicated changes in the way people volunteer. Less emphasis has been on the functions of volunteers as a resource for NPOs and how changes such as increased reliance on professionals in their operations can influence the volume and type of volunteering. This paper examines the value of volunteers as a resource for Icelandic NPOs in the field of welfare services. It is based on a study of the majority of active Icelandic NPOs in the welfare field, as well as an analysis of their respective websites. The findings show that volunteer contributions do not constitute a significant part of the activities of most Icelandic NPOs in welfare services. Apart from membership of boards, volunteers seem to be used primarily as a means of supplementing other resources, such as temporary fundraising efforts. However, the level of volunteering varies according to the size and operational type of organization.
Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. 2017. Volunteers for NPOs in Welfare Services in Iceland: A Diminishing Resource? Voluntas 28: 204-222.
Útdráttur: Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvers vegna fólk tekst á hendur sjálfboðastörf hjá Rauða krossinum á Íslandi og kanna hvort lýðfræðilegir þættir tengist því að fólk sinnir slíkum störfum. Spurningalisti var lagður fyrir 2.733 sjálfboðaliða Rauða krossins árið 2014 og svaraði 901 spurningunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill meirihluti sjálfboðaliðanna hóf sjálfboðastörf vegna lífsviðhorfa eða gildismats, en hagnýtir og/eða persónulegir þættir höfðu einnig áhrif. Lýðfræðilegir þættir tengdust því hvernig sjálfboðaliðarnir röðuðu ástæðum sínum í mikilvægisröð og þá sérstaklega aldur þátttakenda. Konur eru í miklum meirihluta meðal sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum, algengast er að fólk fimmtugt og eldra sinni sjálfboðastörfunum, fjórir af hverjum tíu hafa framhaldsskólamenntun og um þriðjungur háskólamenntun. Meira en helmingur sjálfboðaliðanna er í launavinnu og hlutfallslega fleiri stunda sjálfboðastörf á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar eru að meginstefnu til sambærilegar niðurstöðum erlendra og innlendra rannsókna á góðgerðar- og líknarfélögum og veita mikilvægar upplýsingar um ástæður þess að fólk hefur sjálfboðastörf fyrir slík félög.
Steinunn Hrafnsdóttir, Ómar H. Kristmundsson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. 2017. Hvers vegna gerist fólk sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum á Íslandi? Tímarit félagsráðgjafa 1(11): 11-17.
Úr inngangi: Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður VIVA rannsóknarinnar fyrir árið 2002 hjá deildum Rauða kross Íslands. Fjallað er um VIVA aðferðina, framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi, fjárfestingu við sjálfboðastarf og framlag og efnahagslegt gildi sjálfboðastarfa. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman og tillögur gerðar að framtíðarrannsóknum með VIVA aðferðinni.
Hildur Bergsdóttir og Steinunn Hrafnsdóttir. 2003. Rannsókn á framlagi og efnahagslegu mikilvægi sjálfboðastarfa 2002. Unnið fyrir Rauða kross Íslands.
Danskt hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf. Efnið er á dönsku.
Center for Friviligt socialt arbejde, 2019.
Leiðbeiningarrit ætlað félagasamtökum sem vilja virkja fjar-sjálfboðaliða t.d. við úthringingar, þýðingar, gerð markaðsefnis. Ritið er gefið úr af Miðstöð sjálfboðaliða í Evrópu (e. European Volunteer Center).
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, kt. 600169-2039
Tölvupóstur: vaxandi@hi.is
Borði: Eggert Pétursson
Án titils, hluti, 2003-2004