Örviðburðir: Félagasamtök í heimsfaraldri

Fulltrúar félagasamtakanna Heimili og skóli, Foreldrahús, ADHD, Blái herinn, Hugarafl og Þroskahjálp deila með okkur áhrifum COVID19 á starf og notendur og hvaða nýskapandi leiðir hafa verið farnar við að sinna starfinu áfram. 

Blái herinn

Tómas J. Knútsson stofnandi umhverfissamtakanna Blái herinn segir frá því hvernig hann snéri vörn í sókn í kjölfar COVID19. Birt 20. desember 2020.

„„COVID kenndi mér að fara í sóknarhug og leita lausna á þessu verkefni sem þarf að leysa í fjörum landsins, við erum búin að finna verstu fjörunnar, verstu svæðin““

Inga Björk frá Landssamtökum Þroskahjálpar segir okkur frá starfi og viðbrögðum Þroskahjálpar við heimsfaraldrinum. Nýjar áskoranir, verkefni, leiðir við fjáröflun o.s.frv.  Birt 15. desember 2020.

Við höfum þurft að leita annarra leiða til að selja almannakið… og erum í viðkvæmri stöðu vegna þess að við erum rekin svo mikið fyrir stuðning almennings. Það sem er auðvitað frábært er að við finnum ekki minnkandi stuðning frá almenningi; mánaðarlegum styrktaraðilum. Þessir einstaklingar hafa staðið þétt við bakið á okkur.“

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og skóla segir okkur frá starfi samtakanna og aðlögun að breyttum aðstæðum. Birt 1. desember 2020.
 

Hrannar hjá ADHD samtökunum segir okkur frá starfi félagasamtakanna og viðbrögðum við heimsfaraldrinum. Birt 26. nóvember 2020.
 
„Niðurstaða okkar eftir þetta er að við ætlum að gera okkar starf rafrænna og gera þjónustuna við okkar fólk þannig að fólk geti sótt hana hvaðan sem er af landinu, í gegnum netið að meira leiti en hefur verið og á endanum mun það skila okkur betri samtökum og betri þjónustu

Hugaraflsfólk segir okkur frá starfi samtakanna og viðbrögðum við heimsfaraldrinum. Birt 20. nóvember 2020.

„Heilbrigðisráðuneytið nefndi sem dæmi mikilvægi grasrótarinnar og hversu hratt og örugglega við getum brugðist við í samanborið við þyngri og flóknari kerfi“

„Sjálfboðavinna skiptir gríðarlega miklu mál. Það að tilheyra og fá tækifæri til að gefa af sér og leggja sitt af mörkum.“

 

Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss Vímulausrar æsku segir okkur frá stöðu og viðbrögðum samtakanna við heimsfaraldrinum. Birt 18. nóvember 2020. 

„Orðið tilgangsleysi hefur verið notað oftar í viðtölum heldur en hingað til.“

 

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter