Taktu þátt í samfélagshraðlinum Snjallræði

Opið er fyrir umsóknir í Snjallræði fyrir árið 2021. Snjallræði er fyrsti íslenski samfélagshraðallinn. Átta hugmyndir, verkefni eða fyrirtæki á sviði samfélagslegrar nýsköpunar verða valin til þátttöku í hraðlinum. Þau fá leiðsögn og þjálfun í átta vikna dagskrá sem unnin er í samstarfi við sérfræðinga frá MIT designX, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. […]