Taktu þátt í samfélagshraðlinum Snjallræði

Opið er fyrir umsóknir í Snjallræði fyrir árið 2021. Snjallræði er fyrsti íslenski samfélagshraðallinn. Átta hugmyndir, verkefni eða fyrirtæki á sviði samfélagslegrar nýsköpunar verða valin til þátttöku í hraðlinum. Þau fá leiðsögn og þjálfun í átta vikna dagskrá sem unnin er í samstarfi við sérfræðinga frá MIT designX, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

„Markmiðið með hraðlinum er að veita þeim einstaklingum sem brenna fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálfbæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað.“

Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands stendur fyrir hraðlinum og framkvæmd hans er í höndum Höfða friðarseturs og Icelandic Startups.

Umsóknarfrestur er til 17. janúar.

Frekari upplýsingar um Snjallræði og verkefni fyrri ára má finna hér.

Stutt kynning á þeim verkefnum sem tóku þátt í hraðlinum árið 2019:

Snjallræði 2019

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *