Styrkir veittir til félagasamtaka á sviði umhverfismála

Ráðherra umhverfismála hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til 25 félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála, samtals 49 milljónum króna. Auk þess hafa verið veittir styrkir til verkefna á svið umhverfismála. Áherslan var á að styrkja verkefni á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins. „Frjáls félagasamtök og einstaklingar inna af hendi afskaplega mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd“ segir Guðmundur […]