Við bendum á doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands sem fer fram 12. apríl 2021 nk. Hrafnkell Lárusson ver doktorsritgerð sína Lýðræði í mótun. Félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915.
Í rannsókn Hrafnkels greinir hann lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort og þá hvaða áhrif almenningur hafði á þá þróun. Sérstaklega er litið til þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga.
Frekari upplýsingar á vef Háskóla Íslands.