Kynnið ykkur ný og spennandi tækifæri á rafrænni opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB þann 15. apríl nk. RANNÍS, Erasmus+ Evrópa unga fólksins og Erasmus+ Menntaáætlun ESB standa að hátíðinni.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Adrienn Kiraly skrifstofustjóri framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála hjá ESB munu flytja ávörp.
Farið verður yfir helstu styrkjamöguleika:
- Erasmus+ á sviði menntunar
- Erasmus+ á sviði æskulýðsmála og íþrótta
- Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunarinnar
- European Solidarity Corps á sviði sjálfboðaliða- og samfélagsverkefna ungs fólks
- Creative Europe á á sviði skapandi greina
Frekari upplýsingar á Facebook og dagsskrá má finna á vef Rannís.