Í næstunni eru á dagskrá áhugaverðir viðburðir á vegum The Third Sector UK. Á fyrri viðburðinum, Webinar: Doing more with less – how charities can rethink, reprioritise and recover, post-COVID er umræðuefnið uppbygging góðgerðasamtaka eftir COVID-19. Á seinni viðburðinum, Third Sector Briefing: Essential Volunteer Management, munu koma saman sérfræðingar í mannauðsmálum og sjálfboðaliðastarfi til að bera saman bækur sínar um hvernig megi stuðla að öflugu sjálfboðaliðastarfi.
Fyrirlestrarnir eru rafrænir og opnir öllum. Frekari upplýsingar og skráning á vef The Third Sector.