Á vef Landssambands ungmennafélaga (LUF) má finna verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærakistan er stútfull af efni og leiðbeiningum um ýmis málefni sem varða ungmennafélög og félagasamtök yfirleitt.
- Fjármögnun og styrkumsóknir
- Verkefnisstjórnun
- Stofnun félagasamtaka
- Rekstur og áætlanagerð o.s.frv.
„Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga. Markmið hennar er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna saman öllum þeim upplýsingum sem eru hjálplegar fyrir starf þeirra.“