27 dæmi um samfélagslega nýsköpun í nýrri skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Í nýrri skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru 27 dæmi um samfélagslega nýsköpun, eitt dæmi frá hverju sambandsríki. Verkefnin eru ýmist á vegum félagasamtaka, frumkvöðla, stofnana eða fyrirtækja.

Markmiðið með skýrslunni er að vekja athygli á fjölbreyttri og vel heppnaðri samfélagslegri nýsköpun í Evrópu og þeim góðu áhrifum sem hún hefur á Evrópubúa og samfélagið í heild.

Dæmi um verkefni eru félagasamtök í Lúxemborg sem safna notuðum raftækjum, laga þau og koma þeim áleiðis til flóttafólks, hælisleitenda og annarra hópa sem þurfa á tækjum að halda.

Hér má lesa skýrsluna í heild.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *