Á vef Miðstöðvar sjálfboðaliða í Evrópu (European Volunteer Center) má finna hagnýtt efni um ýmis málefni sem varða sjálfboðaliðasamtök. Þar á meðal efni um:
- Sjálfboðaliða á viðburðum. Efnið er ætlað sjálfboðaliðum, sjálboðaliðasamtökum og yfirvöldum.
- Fjarsjálfboðaliða. Hvað þarf að hafa í huga þegar sjálfboðaliðar gefa fjarvinnu?
- Viltu gerast sjálfboðaliði? Verkfærakista sjálfboðaliða. Hagnýtt efni fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar.
- Að bjóða sjálfboðaliða velkomna (Inclusive Volunteering Tool Kit). Hagnýtt efni fyrir samtök sem vilja nýta sér vinnu sjálfboðaliða.