Þjónustusamningar í þriðja geiranum – handbók og fyrirlestur um samningagerð

Algengt er að félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem sem starfa í almannaþágu geri þjónustusamninga við stjórnvöld. Á vef stjórnarráðsins er gagnleg handbók um gerð þjónustusamninga þar sem farið er ferlið frá undirbúningi samnings þar til samningstíminn rennur út. Reykjavíkurborg hefur einnig gefið út leiðbeiningar í formi Styrkjahandbókar þar sem farið er yfir afgreiðslu, eftirfylgni og meðferð styrkja og þjónustusamninga.

Á morgun fer fram hádegisfundur Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi þar sem umfjöllunarefnið er; Samningar í þriðja geiranum – skipulögð framtíð. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, mun fjalla um gerð þjónustusamninga hjá almannaheillasamtökum. Þóra hefur víðtæka reynslu í þriðja geiranum en starfsemi þriðja geirans er án hagnaðarvonar. 

Viðburður fer fram á Zoom. Frekari upplýsingar á Facebook.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *