Allir eru velkomnir á lokaráðstefna Know Your Rights (KYR) verkefnisins verður haldinn í Þjóðminjasafninu, Suðurgötu 41 – 102 Reykjavík, miðvikudaginn 20. október kl. 13-16. Ráðstefnan er á ensku, skráning. Ráðstefnan sem er á ensku er öllum opin. Sjá dagskrá.
Erasmus+ styrkir verkefnið sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús, Compass Austurríki, Center for social innovation í Kýpur, Social Innovation Fund Litháen Acción Laboral og Asociaación Camions Spáni. Markmið verkefnisins er að auka vitund erlendra starfsmanna um þau réttindi, stuðning og þjónustu sem þeir geta nýtt sér í samstarfslöndunum og samkvæmt Evrópskri vinnulöggjöf.
Afurðir verkefnisins eru þarfagreining á stöðu erlendra starfsmanna í þátttökulöndunum, námskrá og námsefni fyrir jafningja, fræðslumyndbönd og upplýsingasíður um réttindi og stuðning við erlenda starfsmenn á 3-5 tungumálum í hverju landi. Opið menntaefni og fræðslumyndbönd voru unnin um: lágmarkslaun og skattaumhverfi, vinnuaðstæður og öryggismál, heilsugæslu og sjúkratryggingar, verkalýðsfélög og ráðningasamninga.
Á Íslandi var unnið fræðsluefni og myndbönd á spænsku, taílensku, rússnesku, arabísku og ensku en horft er til þess að aðlaga fræðsluefni og myndbönd fyrir fleiri tungumálahópa í framtíðinni.