Vaxandi og samstarfsaðilar í Grikklandi, Belgíu og Litháen fengu 253.060 Evra styrk frá Erasmus+ í verkefnið „Designing the future Welfare systems„, tveggja ára þróunarverkefni sem hefst í mars. Markmið verkefnisins er að þróa vinnustofur og námsefni í samfélagslegri nýsköpun á sviði velferðarmála fyrir nemendur háskóla og samfélagsleg fyrirtæki/félagasamtök.
Vaxandi heldur utan um verkefnið en Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson prófessorar leiða það ásamt Stefaníu Kristinsdóttur doktorsnema og verkefnisstjóra. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Almannaheill samtök þriðja geirans.