Öllum til heilla samtal um samfélagslistir

Vekjum athygli á viðburðaröðinni „ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir“ sem Reykjavíkurkademían, Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, standa fyrir vorið 2022.

Fyrsti viðburður af fimm hefst á miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15:00-17:00 á stóra sviði Borgarleikhússins í beinni útsendingu. Um er að ræða fyrsta viðburðinn af fimm, á dagskrá eru:

François Matarasso, rithöfundur og samfélagslistamaður: A Restless Art – Why participation won, and why it matters
Hin kvika list – hvers vegna þátttaka skiptir máli

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fötlunarlistamaður og sviðshöfundur og Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur: Go for it girl Kýldu á það, stelpa

Þar er sjónum beint að mikilvægi lista við inngildingu (e. Inclusion) allra í samfélagið.  Samfélags- og þátttökulistir (e. Community and Participatory Art) leyfa óvæntum röddum að berast og bregða upp myndum af lífum þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu. Gestgjafarnir Björg Árnadóttir, rithöfundur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni og Jóhanna Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Listar án landamæra, leiða samtal í sal og á neti.

Skráning á viðburði fer fram á síðu Öllum til heilla þar sem hægt er að horfa á viðburðina í beinni útsendingu og nálgast upptökur, textaðar og táknmálstúlkaðar frá og með  23. febrúar kl. 12:00. Einnig er hægt að taka þátt í umræðum sem þar fara fram og á FB hópi viðburðaraðararinnar.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *