Social Innovation Academy býður upp á rafrænt námskeið um samfélagslega nýsköpun. Þar má læra um nýsköpunarferlið og félagslega frumkvöðla, lesa viðtöl við frumkvöðla og dæmi um vel heppnaða nýsköpun.
Fyrsti hluti námskeiðsins leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað er samfélagsleg nýsköpun?
- Hvað er samfélagsleg nýsköpun ekki?
- Á hvaða hátt er samfélagsleg nýsköpun ólík annarri nýsköpun?
- Hvað græðum við á samfélagslegri nýsköpun?