Í gær, 2. febrúar, fór fram hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi sem fjallaði um hópfjármögnun. Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund fjallaði um fjármögnunarleiðina og hugmyndafræðina bak við hana en þar eru tengsl þátttakenda við verkefni og upplifun þeirra í lykilhlutverki. Hann sagði einnig frá dæmum um vel heppnuð verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hópfjármögnun svo sem stofnun óháðs fjölmiðils. Karolina Fund er fyrirtæki sem gerir samfélagslegum verkefnum kleift að sækja sér fjármögnun með hópfjármögnun á Íslandi.
Fyrir hönd Vaxandi, Almannaheilla og gesta þökkum við Inga Rafni fyrir áhugavert og fræðandi erindi.