Nýverið afhentu níu frjáls félagasamtök sameiginlega viðbótarskýrsla um mannréttindi barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Að skýrslunni standa eftirfarandi félagasamtök; Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Landssamtökin Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, Ungmennafélag Íslands, UNICEF á Íslandi og Öryrkjabandalagið.
Nánari umfjöllun um skýrsluna má finna á vef Rauða krossins. Skýrsluna má einnig lesa í heild hér.