Tímamót fyrir starfsumhverfi almannaheillasamtaka

Veturinn hefur verið viðburðaríkur fyrir félög sem starfa til almannaheilla. Á Alþingi voru afgreidd tvö stór mál er varða almannaheillafélög; lög um breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka og lög um félög til almannaheilla. Nýsamþykkt lög um félög til almannaheilla marka tímamót en málið hefur þrisvar áður verið lagt fyrir Alþingi. Um er að ræða heildarlög um félagasamtök sem starfa til almannaheilla þar sem mótuð hefur verið umgjörð […]

Efling nýsköpunar í geðheilbrigðismálum

Geðhjálp hefur lagt 100 milljóna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Þetta var ákveðið á aðalfundi Geðhjálpar 8. maí sl. Samtökin óska eftir því að ríkið leggi sömu upphæð í sjóðinn. Ætlunin er að sjóðurinn styrki nýsköpunar- og sprotaverkefni á sviði geðheilbrigðis. Fyrsta úthlutinn fer fram 9. október nk. á stofndegi Geðhjálpar.  „Með Styrktarsjóði geðheilbrigðis vonast Geðhjálp til að hægt verði að […]

Háskóli Íslands á lista yfir háskóla sem hafa mest samfélagsáhrif

Háskóli Íslands er á nýútgefnum lista Times Higher Education yfir háskóla sem hafa mest samfélagsleg og efnhagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Háskóli Íslands er í sæti 301-400 á listanum sem kallast University Impact Rankings. Háskólinn fær einkunn fyrir frammistöðu sína í hverju heimsmarkmiði sem eru 17 talsins. Háskóli Íslands stendur fremst í markmiðum sem […]

Breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka samþykktar á Alþingi

Eva Björk Ægisdóttir hjá Viðskiptablaðinu

“Bætt umhverfi almannaheillastarfsemi hefur verið mér hugleikið um árabil. Það er því gríðarlega ánægjulegt að frumvarpið sé orðið að lögum, en málið hlaut afgerandi stuðning í þinginu. Með lögunum breikkum við tekjustofn almannaheillafélaga verulega og aukum á sama tíma möguleika fólks til að styðja við félög að eigin vali, án milligöngu ríkisins” (tekið af vef Stjórnarráðsins). […]

Auglýsingaherferðir í flokki almannaheillasamtaka: Íslensku auglýsingaverðlaunin

Tilnefningar til íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, hafa veirð birtar. Í flokki sjónvarpsauglýsinga sem stuðla að almannaheill eru eftirfarandi auglýsingar tilnefndar: Piss, kúkur, klósettpappír – Umhverfisstofnun, Samorka og Samband Sveitarfélaga (Hvíta húsið) Leyfðu okkur að klára – Málbjörg – Félag um stam á Íslandi (Brandenburg) Sjúkást – Stígamót (Pipar\TBWA) Þitt nafn bjargar lífi – Íslandsdeild Amnesty International (Kontor Reykjavík) […]

Úthlutun úr Æskulýðssjóði

6 spennandi verkefni ætluð börnum og ungmennum hafa fengið styrk úr Æskulýðssjóði í fyrri úthlutun sjóðsins. Sérstök áhersla var á að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun í æskulýðsstarfsemi. Finna má lista yfir verkefnin á vef Rannís. Dæmi um verkefni sem hlaut styrk að þessu sinni er Æskulýðsvettvangurinn vegna verkefnisins Vitundarvakning um neteinelti. Umsóknarfrestur fyrir seinni […]

Úthlutun úr Loftslagssjóði 2021

Loftslagssjóður hefur úthlutað 170 milljónum króna til 24 verkefna á sviði nýsköpunar um loftslagsmál og kynningar og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Meðal félagasamtaka sem hlutu styrk úr loftslagssjóði eru Ungir umhverfissinnar vegna upplýsingapakka um lofslagsmál. Hér má lesa um styrkþega. Hér eru frekari upplýsingar um sjóðinn.

Gagnagrunnur fyrir uppbyggingarsjóð EES

Utanríkisráðuneytið hefur opnað gagnagrunn fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem leita samstarfs vegna styrkja til Uppbyggingasjóðs EES og mögulegar verkefnalýsingar. Gagnagrunninn má finna hér.  Markmið Uppbyggingasjóðs EES er að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði í Evrópu og efla samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og viðtökuríkja sjóðsins. Nánar um sjóðinn hér. Gagnagrunninn má finna hér. 

Styrkir veittir til félagasamtaka á sviði umhverfismála

Ráðherra umhverfismála hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til 25 félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála, samtals 49 milljónum króna. Auk þess hafa verið veittir styrkir til verkefna á svið umhverfismála. Áherslan var á að styrkja verkefni á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins. „Frjáls félagasamtök og einstaklingar inna af hendi afskaplega mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd“ segir Guðmundur […]

MetamorPhoincs: Hljómsveit með samfélagslegan tilgang

Hugmyndafræðin bak við hljómsveitina er að valdefla fólk í gegnum tónlist. Að þátttakendur hljómsveitarinnar upplifi sig sem meðlimi samfélagsins og á þau séu hlustað. Meðlimir eru frá Hugarafli, Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, Starfsendurhæfingu Vesturlands, Samvinnu á Suðurnesjum, Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. MetamorPhonics er samfélagsmiðað fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona stýrir. Fyrirtækið setur upp hljómsveitina í samstarfi […]

Félagasamtök á sviði heilbrigðis- og lýðheilsumála hljóta styrki

„Frjáls félagasamtök sinna daglega afar mikilvægu starfi í þágu samfélagsins. Styrkirnir sem veittir eru í senn viðurkenning á því starfi og fjárframlag til að styðja við þá mikilvægu starfsemi sem frjáls félagasamtök sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar.“ Þetta segir í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins vegna styrkja sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti nýverið til félagasamtaka á sviði heilbrigðismála. Sérstaklega var […]

Hvað felst í frumvarpi um skattalega hvata fyrir almannaheillasamtök?

Nú er til umræðu stjórnarfrumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Á rafrænu málþingi Almannaheilla og Vaxandi nk. fimmtudag verður frumvarpið til umræðu. Fjármálaráðaherra ávarpar málþingið, efni frumvarpsins verður kynnt og […]

Átta nýsköpunarverkefni í Snjallræði

Snjallræði

Átta nýsköpunarverkefni hafa verið valin til þátttöku í samfélagshraðlinum Snjallræði. Teymin bak við verkefnin taka þátt í átta vikna dagskrá sem unnin er í samstarfi við sérfræðinga frá MIT designX, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Höfði friðarsetur Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa fyrir hraðlinum og framkvæmd hans er í höndum Höfða friðarseturs […]

Nemendur Háskóla Íslands bæta þjónustu á Vogi

Háskóli Íslands

Nokkrir nemendur Háskóla Íslands, þau Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík þróa frumgerð að hugbúnaði sem á að þjónusta skjólstæðinga sem bíða meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Hugbúnaðurinn sendir sjálfvirk skilaboð, hvatningu og upplýsingar um þau úrræði […]

Grein formanns Rauða krossins

„Starfsemi Rauða krossins snertir fólk í tengslum við heimsfaraldur Covid19 á ýmsan hátt. Fulltrúar félagsins störfuðu í samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðarstjórnum víðsvegar um landið, en einnig voru opnuð farsóttarhús á nokkrum stöðum og hafa verið opin í Reykjavík frá því í mars, þó með stuttu hléi í sumar.“ „Sérstök áhersla var á félagsleg verkefni Rauða […]

Sprotalisti Poppins & Partners

Ráðgjafarfyrirtækið Poppins & Partners (P&P) hefur gefið út lista yfir efnilegustu sprotaverkefni ársins 2020. „Markmið okkar með birtingu listans er að vekja athygli á þeirri grósku, framsækni og fjölbreytileika sem er í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi og hjá Íslendingum búsettum erlendis. Það hefur verið sérstaklega áhugavert að fylgjast með áræðni frumkvöðla á þessu einkennilega […]

Hjálparsamtök standa vaktina yfir jólin

Hjálparsamtök standa vaktina yfir jólin þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir Forsvarsmenn hjálparsamtaka greina frá því að beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið á árinu vegna efnahagsþrenginga. Um 40 pró­sent aukning var á fjölda þeirra sem leituðu aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar á 6 mánaða tímabili frá mars 2020 samanborið við sama tímabil árið 2019. Forsvarsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar áttu von á að aukning á beiðnum um jólaaðstoð yrði […]

Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsfélög

Íþrótta- og æskulýðsstarf

Stjórnvöld auka við stuðning við íþrótta- og æskulýðsfélög en starf þeirra hefur raskast verulega vegna COVID-19. Um er að ræða viðbótarframlag til stuðnings íþróttafélögum og greiðslur vegna launakostnaðar íþróttafélaga. Að auki munu félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta sótt um styrk sem verður auglýstur á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins í […]

Ný aðferðafræði í íþróttum

Sýnum karakter

„Það er afskaplega mikilvægt fyrir áframhaldandi þróun á árangursríkri íþróttaþjálfun barna og unglinga hér á landi að rannsaka hvort inngripið virki og þá hvernig. Við hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni í samstarfi við öfluga samstarfsaðila.“ Þetta segir Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR í samtali við UMFÍ um verkefni á vegum Sýnum […]

Fjármálaráðherra ræðir breytingar á skattlagningu þriðja geirans

Eva Björk Ægisdóttir hjá Viðskiptablaðinu

Í fjölmiðlum um helgina fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Viðtal við Bjarna í Viðskiptablaðinu Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Bjarni að frumvarpið hafi […]

Áhugaverður fyrirlestur Dr. Nick Spencer um hönnunarhugsun á málþingi Almannaheilla og Vaxandi

Glæra úr fyrirlestri

Í gær, 10 desember, á málþingi Almannaheilla og Vaxandi talaði Dr. Nick Spencer hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi um hvernig snúa megi flóknum vandamálum upp í tækifæri með nálgun hönnunar (e. A design-led approach to transforming wicked problems into design situations and opportunities). Hann fjallaði sérstaklega um verkefni um netöryggi sem […]

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna samfélagslegra verkefna

KSÍ styrkur

KSÍ Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum vegna samfélagslegra verkefna. Annars vegar auglýsir KSÍ eftir umsóknum frá samtökum sem vilja vinna að samfélagslegu verkefni í samstarfi við KSÍ. Hámark tvö verkefni verða fyrir valinu og munu verkefnin fá birtingu á landsleikjum, á vef og miðlum KSÍ og annan stuðning, til að mynda í formi vinnuframlags. Við val […]

Takk sjálfboðaliðar!

Sjálfboðalðar segja upp grímur með bláum hjörtum

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Í ár þökkum við sjálfboðaliðum sérstaklega vel fyrir störf þeirra. Í heimsfaraldrinum hefur hið mikilvæga hlutverk almannaheillasamtök komið bersýnilega í ljós og starfa þau oft á tíðum á grunnu sjálfboðaliða, takk sjálfboðaliðar!  Í dag er dagurinn til þess að þakka sjálfboðaliðum, deila bláum hjörtum og bera grímur […]

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans 5. desember

Á morgun laugardaginn 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Árlega á þessum degi eru almannaheillafélög, stjórnvöld og almenningur hvött til þess að vekja athygli á og þakka fyrir störf sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðar hafa verið heiðraðir á þessum degi í 35 ár en Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna setti daginn árið 1985. Sjálfboðaliðasveit Sameinuðu þjóðanna bjóða upp á dagskrá […]

Skattalegt umhverfi þriðja geirans bætt: Frumvarp til laga

„Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann.“ Textinn er úr grein Ómars H. Kristmundssonar, Tímamótatillögur, sem birt var á vef Vísis í apríl 2020.  Hér vísar Ómar í tillögur starfshóps um lækkun á skattaálögum almannaheillasamtaka og skattaívilnanir sem hvetji til stuðnings við þau.  Nú bíður stjórnarfrumvarp fyrstu umræðu Alþingis sem byggir á vinnu starfshópsins. Frumvarpið felur […]

Styrkir til félagasamtaka og verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála sem og rekstrarstyrki til félagasamtaka sem hafa umhverfismál sem eitt af meginmarkmiðum sínum. Við úthlutun er lögð sérstök áhersla á samstarfsverkefni félagasamtaka, almennings og/eða annarra sem snúa að hringrásarhagkerfinu og loftslagsmálum. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2021. Á vef stjórnarráðsins má finna ítarlegri […]

Ný úrræðaleitarvél

Úrræðaleitarvélina má finna á vefnum Eitt líf sem minningarsjóður Einars Darra stendur að. Leitarvélin leiðbeinir notendum sem leita úræða vegna vandasamra mála tengdum geðheilsu, fíkn, kynheilbrigði, ofbeldi, félagsmál og fráfalls ástvinar. Frábært framtak!

Frumkvöðlastarf í réttindabaráttu fatlaðs fólks

Mynd af vef Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Friðrik Sigurðsson fær kærleikskúluna 2020 sem viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þetta kemur fram á vef Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Friðrik hefur komið víða við. Hann er stofnandi hátíðarinnar List án landamæra, hann stóð að stofnun samtakanna Átaks, félags fólks með þroskahömlun og átti hugmyndina að þáttunum Með okkar augum. „Friðrik hefur helgað […]

Frumkvöðlar sem vilja efla ungbarnamenningu

Nokkrir íslenskir frumkvöðlar vinna að tengslasetri fyrir börn yngri en fimm ára og foreldra þeirra. Frumkvöðlaverkefnið kallast Þorpið – tengslasetur og markmið þess er að skapa vettvang fyrir börn og foreldra til að tengjast í umhverfi sem er nærandi og skapandi og í samfélagi við aðrar fjölskyldur og náttúruna. Væntanleg þjónusta setursins er opið rými […]

Leiðtogaskóli Íslands fyrir unga félagslega frumkvöðla

Við vekjum athygli á Leiðtogaskóla Íslands sem rekin er af Landssambandi ungmennafélaga (LUF). Í skólanum eru ungmenni valdefld; þau fá þjálfun í persónulegri hæfni, deila reynslu og efla tengslanet sitt. Lögð er áhersla á lýðræði og mannréttindi. Meðal markmiða skólans er að: „Virkja mannauðinn innan aðildarfélögum LUF og veita þeim stuðning í hagsmunastarfi, nýsköpun og […]

Styrkir til frjálsra félagasamtaka vegna COVID19

Styrkir til frjálsra félagasamtaka sem styðja við viðkvæma hópa eru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar Viðspyrna fyrir Íslands sem kynntar voru í dag. Áætlað umfang styrkja til frjálsra félagasamtaka eru 80 milljónir króna. Styrkir munu renna til félagasamtaka sem sinna mataraðstoð, neytenda- og hagsmunamálum heimlanna og fólki sem er einangrað eða undir andlegu álagi vegna COVID19. […]

Nýr vefur um Barnasáttmálann

Nýr vefur um Barnasáttmálann verður opnaður á morgun 20. nóvember á degi mannréttinda barna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra opna vefinn formlega á Zoom fundi. Að vefnum standa félagasamtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi í samstarfi við umboðsmann barna og Menntamálastofnun. Verkefnið er styrkt af […]

Nýsköpun í öldrunarþjónustu

„Mikil gróska er í rannsóknum á sviði öldrunarfræða og þörf á að miðla niðurstöðum þeirra samfélaginu til hagsbóta.“ „Við skilgreinum farsæla öldrun svo: „Öldrun, þriðja aldursskeiðið, getur verið skeið þroska og tækifæra fremur en eingöngu sjúkdóma og hrörnunar.“ Þetta kemur fram á Facebooksíðu Þekkingarmiðstöðvar um farsæla öldrum. Um er að ræða mikilvæga nýsköpun í öldrunarþjónustu. […]

Almannaheill og heimsmarkmiðin

Við erum sannfærð um að almannaheillasamtök séu mikilvægir hlekkir í vinnu að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna! Það gleður okkur að Almannaheill, samtök þriðja geirans og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa gert með sér samkomulag um kynningarstarf á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna ætlað félagasamtökum. Almannaheill og verkefnastjórnin munu standa að fræðslufundum og miðlun upplýsinga um heimsmarkmiðin. Einnig mun […]

Fréttir af félagasamtökum: Mikil aðsókn til Píeta samtakanna

„Hins vegar höfum við stækkað á ógnar­hraða og hver mánuður er stærri en sá á undan. Það sem er sér­stakt við okkar rekstrar­form er það að sam­tökin eru al­farið rekin af al­mennu styrktar­fé. Allt starfs­fólk leggur sig mikið fram og vinna hér allir af hug­sjón og fag­mennsku.“ Þetta segir Kristín Ólafsdóttir fram­kvæmda­stjóri Píeta sam­takanna. Samtökin […]

Umsóknarfrestur 9. nóvember: Styrkir til félagasamtaka

Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum frá íslenskum félagasamtökum á sviði félagsmála. Sérstaklega verður litið til verkefna sem styðja við viðkvæma hópa sem takast á við afleiðingar Covid-19. Um er að ræða styrki til afmarkaðra verkefna. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Sótt er um á umsóknarvef Stjórnarráðsins.

Ný þjónusta á vegum Blindrafélagsins

Blindrafélagið hefur tekið upp nýja þjónustu við blinda og sjónskerta með notkun snjallforritsins „Be My Eyes.“ Á vef blindrafélagsins má lesa meðfylgjandi útskýringu á þjónustunni: „Í grunninn virkar kerfið þannig að blindur eða sjónskertur notandi sem þarf sjónræna aðstoð, hringir í sjálfboðaliða með Be My Eyes appinu. Sjálfboðaliði sem svarar fær aðgang að myndavélinni í […]

Rafrænt málþing Vaxandi og Almannaheilla

„Nýja vefnum er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Ætlunin er að miðla hagnýtum upplýsingum um stjórnun, skipulag og rekstur félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar. Vonast er til að vefurinn komi að haldi fyrir frumkvöðla – þá sem eru að taka sín fyrstu spor með samfélagsleg verkefni – og líka […]

Fréttir af starfi félagasamtaka: Heimili og skóli með lausnir á tímum COVID19

Félagasamtökin Heimili og skóli hafa deild lausnum við áskorunum daglegs lífs á farsóttartímum. Á Facebook síðu samtakanna má meðal annars finna hugmyndir að samveru fjölskyldna í komandi vetrarfríi og hugmyndir fyrir hrekkjavöku svo sem ratleikur í stað þess að ganga á milli húsa og biðja um nammi. Við mælum með viðtali við Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra […]

Níu frjáls félagasamtök afhenda sameiginlega skýrslu um mannréttindi barna á Íslandi

Nýverið afhentu níu frjáls félagasamtök sameiginlega viðbótarskýrsla um mannréttindi barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Að skýrslunni standa eftirfarandi félagasamtök; Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Landssamtökin Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, Ungmennafélag Íslands, UNICEF á Íslandi og Öryrkjabandalagið.  Nánari umfjöllun um skýrsluna má finna á vef Rauða krossins. Skýrsluna má einnig lesa í heild […]

Styrkjum stöðu félagasamtaka á tímum veirufaraldurs

Jónas Guðmundsson formaður Almannaheilla

Við vekjum athygli á grein formanns Almannaheilla, Jónasar Guðmundssonar, um almannaheillasamtök og Covid19 sem birtist á vef Vísis í lok ágúst. Greinin á ekki síður við í dag þegar veirufaraldurinn er í uppgangi og samkomutakmarkanir hafa verið hertar. Á tímum sem þessum er mikilvægt að félagasamtök séu í sterkri stöðu til geta látið til sýn […]