Samfélagsleg verkefni sem vekja athygli: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi

Á næsta hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands fáum við góða gesti frá almannaheillasamtökunum Ungum umhverfissinnum, Góðvild og Geðhjálp.

Samtökin hafa undanfarið vakið athygli á mikilvægum samfélagslegum málefnum með nýskapandi aðferðum.

Dagskrá:

1. Egill Ö. Hermannsson, gjaldkeri Ungra umhverfissinna

Ungir umhverfissinnar hafa nýlokið herferð Loftslagsverkfallsins #AÐGERÐIRSTRAX sem var til þess gerð að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Egill mun kynna herferðina.

2. Sigurður Hólmar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Góðvildar

Góðvild hefur aukið sýnileika málefna langveikra og fatlaðra barna á Íslandi með þáttunum Spjallið með Góðvild sem sýndir hafa verið á Vísi.is í vetur. Sigurður mun segja okkur frá verkefninu.

3. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Geðhjálp hefur verið áberandi undanfarnar vikur með verkefninu G vítamín þar sem landsmenn eru minntir á mikilvægi geðræktar og geðheilbrigðis. Grímur mun kynna verkefnið. 

Hér er viðburðurinn á Facebook.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *