Vel heppnað málþing Vaxandi og Almannaheilla um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun

Glæra úr fyrirlestri Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur, deildarstjóra miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur sem lýsir stefnumótunarferlinu.

Í gær fór fram málþing Almannaheilla og Vaxandi um skapandi hugsun við samfélagslega nýsköpun. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður og deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um hvernig bókasafnið hefur nýtt sér hönnunarhugsun við stefnumótun og samfélagslega nýsköpun. Í kjölfarið kynnti Svava Arnarsdóttir nýsköpun og aðlögun félagasamtakanna Hugarafls að breyttum aðstæðum vegna heimsfaraldurs en samtökin brugðust skjót við og settu kraft í að miðla rafrænu efni.

Við þökkum Guðrúnu og Svövu kærlega fyrir þátttökuna á málþinginu og gott starf bókasafnanna og Hugarafls! Eins þökkum við gestum málþingsins fyrir „komuna“ á streymið og áhugaverðar umræður.

Myndband sem hugaraflsfólk setti saman fyrr í vetur sem segir frá starfi Hugarafls og aðlögun samtakanna að breyttum aðstæðum:

Innsýn í starf Hugarafls

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *