Vel sótt málþing um breytingar á skattalegu umhverfi almannaheillasamtaka

Vaxandi og Almannaheill þakka Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra kærlega fyrir að ávarpa málþingið sem fór fram í hádeginu í gær sem og þátttöku hans í góðum umræðum sem sköpuðust í kjölfarið.

Umfjöllunarefni málþingsins var frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla). Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla fór yfir innihald frumvarpsins og kom á framfæri mikilvægum sjónarmiðum Almannaheilla. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að einstaklingum sé heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög til almannaheillasamtaka (innan ákveðna marka). Gestir málþingsins komu einnig á framfærum sínum sjónarmiðum og spurningum.

Hér er frumvarpið og greinargerð þess.

Einnig má lesa skýrslu starfshópsins um lækkun á skattaálögum almannaheillasamtaka og skattaívilnanir sem hvetji til stuðnings við þau. 

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *