Viðburðir og tækifæri fyrir félagslega frumkvöðla í nóvember

Málfundur um loftslagsvænar framfarir

10. nóvember: Málfundur um loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands á Íslandi.

„Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.“

Social Innovation Summit

10. – 11. nóvember: Social Innovation Summit 2020 er spennnandi ráðstefna um samfélagslega nýsköpun á vegum Forum for Social Innovation, Háskólann í Malmö og Malmö borg. Slagorð ráðstefnunnar  er „Crisis drive change.“ Ráðstefnan er að stórum hluta á ensku.

Academy for Woman Entrepreneurs

12. nóvember: Rafrænn kynningarfundur á nýsköpunarhraðli fyrir konur undir merkjum Academy for Woman Entrepreneurs (AWE). Háskóli Íslands stendur að hraðlinum í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi.

Empowering Youth: Green Together!

21. nóvember: Upphafsdagur rafræns gagnaþons fyrir umhverfið ætlað ungum frumkvöðlum.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *