Á morgun laugardaginn 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Árlega á þessum degi eru almannaheillafélög, stjórnvöld og almenningur hvött til þess að vekja athygli á og þakka fyrir störf sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðar hafa verið heiðraðir á þessum degi í 35 ár en Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna setti daginn árið 1985. Sjálfboðaliðasveit Sameinuðu þjóðanna bjóða upp á dagskrá í tilefni dagsins. Í ár er slagorð dagsins „Sameinuð við getum“ (e. Together We Can) sem vísar í yfirstandandi heimsfaraldur og mikilvægi sjálfboðaliða í baráttunni við hann.
Til að vekja athygli á starfi sjálfboðaliða hvetur Sjálfboðaliðasveit Sameinuðu þjóðanna fólk til að deila bláum hjörtum og merkja grímur sínar bláum hjörtum og deila undir myllumerkinu #togetherwecan, #samangetumvið og #HeartYourMask.
Hér má sjá dagskrá sjálfboðaliðasveitar Sameinuðu þjóðanna. Á gagnvirku korti er yfirlit yfir rafræna viðburði víðsvegar um heiminn.