Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Í ár þökkum við sjálfboðaliðum sérstaklega vel fyrir störf þeirra. Í heimsfaraldrinum hefur hið mikilvæga hlutverk almannaheillasamtök komið bersýnilega í ljós og starfa þau oft á tíðum á grunnu sjálfboðaliða, takk sjálfboðaliðar! 

Í dag er dagurinn til þess að þakka sjálfboðaliðum, deila bláum hjörtum og bera grímur með bláum hjörtum #togetherwecan #sameinuðviðgetum #HeartYourMask #Hjartagríma

Hér má sjá dagskrá sjálfboðaliðasveitar Sameinuðu þjóðanna. Á gagnvirku korti  er yfirlit yfir rafræna viðburði víðsvegar um heiminn.

Í myndbandi sem Rauði krossinn setti saman árið 2017 sem gefur mynd af þeirri vinnu sem sjálfboðaliðar gefa daglega.

„Vinnustundir sjálfboðaliða Rauða krossins þann 25. október 2016  voru teknar saman, 347 sjálfboðaliðar um allt land gáfu vinnu sína þennan dag og unnu alls 762,5 klukkustundir – þennan eina dag!“

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *