Fimmtudaginn nk. er málþing á vegum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun. Málþingið fer fram í streymi á Zoom. Hér má finna hlekk á streymið.
Dr. Nick Spencer, hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi, heldur erindi um hvernig breyta megi áskorunum í tækifæri með hönnunarhugsun (e. design thinking). Dr. Spencer hefur unnið með fjölda stofnana og félagasamtaka við að skapa menningu þar sem glímt er við krefjandi áskoranir með skapandi hugsun að leiðarljósi. Þetta er gert með þátttöku hagsmunaaðila þar sem áhersla er lögð á að nýta styrkleika hvers og eins til að finna sameiginlega lausn.