Stjórnvöld auka við stuðning við íþrótta- og æskulýðsfélög en starf þeirra hefur raskast verulega vegna COVID-19.
Um er að ræða viðbótarframlag til stuðnings íþróttafélögum og greiðslur vegna launakostnaðar íþróttafélaga. Að auki munu félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta sótt um styrk sem verður auglýstur á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar.
Hér má lesa tilkynninguna í heild.