Hjálparsamtök standa vaktina yfir jólin

Hjálparsamtök standa vaktina yfir jólin þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir

Forsvarsmenn hjálparsamtaka greina frá því að beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið á árinu vegna efnahagsþrenginga. Um 40 pró­sent aukning var á fjölda þeirra sem leituðu aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar á 6 mánaða tímabili frá mars 2020 samanborið við sama tímabil árið 2019. Forsvarsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar áttu von á að aukning á beiðnum um jólaaðstoð yrði sambærileg.

Í samtali við Kjarn­ann segir Kristín Ólafs­dótt­ir, fræðslu­full­trúi Hjálp­ar­starfs­ins: „Sjálf­boða­liðar eru mjög mik­il­vægir í allri starf­semi Hjálp­ar­starfs kirkj­unnar og und­an­farið hefur verið í nógu að snú­ast hjá þeim sem og félags­ráð­gjöf­unum við að und­ir­búa jóla­að­stoð­ina. Vegna sam­komu­tak­mark­ana þurfti að skipu­leggja hana með öðrum hætti en hingað til.“

Rúmlega 200 manns mættu í jólaboð Hjálpræðishersins á Aðfangadag en þar var farið eftir ítrustu sóttvarnarreglum. Sjá viðtal við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins.

Fyrir jól úthlutaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samtals 20 milljónum króna í styrki til eftirfarandi hjálparsamtaka; Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og Akranesi, Fjölskylduhjálp Íslands og Kaffistofa Samhjálpar. Lesa tilkynningu í heild á vef Stjórnarráðsins.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *