Fræðimenn víðs vegar skoða nú áhrif kórónufaraldursins á fjárframlög til góðgerðamála. Samkomutakmarkanir, atvinnuleysi og efnahagsþrengingar geta haft áhrif á hegðun fólks og ákvarðanir um fjárframlögum til góðgerðamála. Þessi sömu atriði hafa einnig áhrif á starfsemi og eftirspurn eftir þjónustu margra góðgerðafélaga.
Könnun á vegum CAF í Bretlandi gefur til kynna að hlutfall þeirra sem leggja fé til góðgerðamála í ár sé svipað og hefur verið síðustu ár. Hins vegar eru ákveðnar vísbendingar um að áherslur séu breyttar. Framlög til heilbreigðismála hafa aukist samanborið við síðustu ár. Dregið hefur úr framlögum til dýraverndarsamtaka og samtaka sem standa vörð um velferð barna og ungmenna. Einnig kemur fram að framlög berast nú í aukni mæli í gegnum korta- og netgreiðslur. Frekari upplýsingar um rannsóknina má finna á vefnum Economics Observatory
Hér á landi eru Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild og Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands að framkvæma rannsókn um samfélagslegt framlag á tímum COVID19.