Einkenni og umhverfi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum

Hvert er hlutverk frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum? Hvernig er starfsemi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum fjármögnuð? Hvaða áskoranir standa frjáls félagasamtök á Norðurlöndunum frammi fyrir? Þetta eru meðal spurninga sem teknar eru fyrir í nýrri skýrslu um einkenni og umhverfi frjálsra félagsamtaka á Norðurlöndunum. Skýrslan sem er byggð á viðtölum við sérfræðinga í málefnum þriðja geirans […]

Norrænt samstarf félagasamtaka

Í tilefni að því að Norræna ráðherranefndin vinnnur að norrænu samstarfsneti frjálsra félagasamtaka deilum við skýrslu Árni Páls Árnasonar Þekking sem nýtist: Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála frá árinu 2018. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi þess að nýta sveigj­an­leika frjálsra fé­laga­sam­taka og tengsl þeirra við notendur til að tækla erfiðar fé­lags­legar […]

Matarúthlutarnir og félagslegur stuðningur hjálparsamtaka á Norðurlöndunum

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út viðauka við skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina í vetur. Viðaukinn ber nafnið Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum en markmiðið var að skoða í hverju aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum fælist. Í ljós kom að hjálparsamtök á Norðurlöndunum veita fólki fjölbreytta […]

Almannaheillafélög og COVID19: Rannsókn á vegum Evrópusambandsins

Óstöðugt fjármagn og ófullnægjandi stuðningsumhverfi eru hindranir sem almannaheillafélög standa frammi fyrir að ógleymdum áskorunum vegna COVID19. Þetta kemur í áhugaverðri skýrslu um niðurstöður rannsóknar um almannaheillafélög og COVID19. Rannsóknin er framkvæmt að beiðni Efnahags- og félagsmálanefndar Evrópusambandsins. Hvaða afleiðingar hafa takmarkanir sem stjórnvöld hafa sett á undanförnu ári á evrópsk almannaheillafélög? Hvernig brugðist evrópsk […]

Félagshagkerfið og heimsmarkmiðin

Hvernig geta stjórnvöld og alþjóðastofnanir betur stutt við almannaheillasamtök og samfélagsleg nýsköpunarverkefni? Hvaða hlutverk hafa þessir aðilar, sem mynda hið svokallaða félagshagkerfi, í vegferð okkar að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Svör við þessum spurningum má finna í skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um félagshagkerfið og heimsmarkmiðin sem kom út árið 2020. Skýrsluna má finna í gagnagrunni Vaxandi yfir […]

Staða sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi

Hvernig hefur umhverfi sjálfboðaliða breyst í heimsfaraldrinum? Þörfin eftir þjónustu hefur aukist en fjárhagur sjálboðaliðasamtaka hefur versnað. Þetta kemur fram í könnun Nottingham Trent háskólans, NCVO og Sheffield Hallam háskóla á stöðu sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi. Sjálfboðaliðum hefur fækkað hjá 35% þeirra samtaka sem tóku þátt í könnuninni. Hér er aðeins um að ræða sjálfboðaliða hjá formlegum samtökum. Hefur fjöldi sjálfboðaliða dregist saman eða getur verið að […]

Viðburðaröð IAVE: Sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsbreytinga

Nú fer fram viðburðaröð um sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsbreytinga með áherslu á uppbyggingu í kjölfar COVID19. Viðburðaröðin er á vegum IAVE (International Associaltion for Volunteer Effort). Um er að ræða fjóra viðburði, einn í hverjum mánuði frá febrúar til maí. Hvernig hefur sjálfboðaliðageirinn brugðist við heimsfaraldrinum? Hvað er hlutverk sjálfboðaliðageirans í uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins? […]

Aukning á aðstoðarbeiðnum til hjálparsamtaka

Aukning hefur orðið á aðstoðarbeiðnum til hjálparsamtaka og félagsþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldursins. Atvinnuleysi er helsta ástæða þess að fólk leitar til hjálparsamtaka. Aðrir hópar sem leita aðstoðar hjálparsamtaka er fólk sem framfleytir sér á örorkubótum, ellilífeyri og lágum launum. Til samanburðar voru lág laun oftast nefnd sem ástæða þess að fólk leitaði til hjálparsamtaka í […]

Konur og samfélagsleg nýsköpun

Á dögunum birtist grein á vef World Economic Forum um konur í samfélagslegri nýsköpun. Færð eru rök fyrir mikilvægi þess að styrkja stuðningskerfi og valdaefla konur til samfélagslegrar nýsköpunar. Samkvæmt skýrslunni State of Social Entrepreneurship 2020 hljóta karlmenn frekar styrki en konur jafnvel þó að konur séu í meirihluta umsækjanda. Heimsfaraldurinn hefur haft slæmar afleiðingar […]

14% breskra sjálfboðaliðasamtaka búast við að hætta starfsemi á komandi ári

Long term outlook

Hver er staða sjálboðaliðasamtaka í Bretlandi? 57% breskra sjálfboðaliðasamtaka segjast finna fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustu. Á sama tíma greina 38% sjálfboðaliðasamtaka frá því að þau búist við að fjárhagsstaða versni verulega á komandi mánuði og 14% sjálfboðaliðasamtaka búast við að hætta starfsemi á komandi ári. Þetta eru niðurstöður könnunar á stöðu sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi […]

Bætir sjálfboðaliðastarf lífsánægju og lífsgæði?

Ný rannsókn á vegum Institute for Volunteering Research í Háskólanum East Anglia, Spirit of 2012 og What Works Centre for Wellbeing í Bretlandi greinir jákvæð tengsl þess að stunda sjálfboðaliðastörf og finna fyrir bættri lífsánægju og lífsgæðum. Helstu niðurstöður eru: Að jákvæð tengsl séu milli þess að stunda sjálfboðaliðastarf og lífsánægju og lífsgæða. Þessi jákvæðu […]

Sjálfboðaliðastörf á Norðurlöndunum á nýjum tímum

„Í samanteknu máli er annars vegar áberandi hversu mikill stöðugleiki einkennir sjálfboðavinnu á Norðurlöndum. Hins vegar má greina breytingar á uppbyggingu starfsins undir þessu kyrra yfirborði. Þær breytingar benda til þess að sjálfboðavinna og starfsemi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum leiti nú í nýjan farveg.“ Tilvitnun hér að ofan er úr greiningarskýrslu Norrænu ráðherranefndinni um sjálfboðaliðavinnu […]

Fjárframlög til góðgerðamála stöðug en áherslur breyttar: Vísbendingar frá Bretlandi

Fræðimenn víðs vegar skoða nú áhrif kórónufaraldursins á fjárframlög til góðgerðamála. Samkomutakmarkanir, atvinnuleysi og efnahagsþrengingar geta haft áhrif á hegðun fólks og ákvarðanir um fjárframlögum til góðgerðamála. Þessi sömu atriði hafa einnig áhrif á starfsemi og eftirspurn eftir þjónustu margra góðgerðafélaga. Könnun á vegum CAF í Bretlandi gefur til kynna að hlutfall þeirra sem leggja […]

Er almenningur að sýna samfélagslegan stuðning á tímum COVID19?

Um 35% svarenda í spurningalistakönnun á vegum Háskóla Íslands segjast hafa gefið peninga til góðgerðamála vegna COVID19. Í sömu könnun greina um 11% svarenda frá því að þeir hafi unnið sjálfboðaliðastörf fyrir félagasamtök sérstaklega vegna COVID19 og um 13% hafa aðstoðað ókunnuga  sem hafa þurft á því að halda vegna faraldursins. Frá þessu greinir Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á málþingi Vaxandi um stöðu félagasamtaka á tímum COVID19. Þetta eru frumniðurstöður […]