Ákvarðanataka og seigla á tímum COVID19

Bresku samtökin NCVO hafa gefið út mikið magn fræðsluefnis ætlað almannaheillaamtökum á krefjandi tímum COVID19. Við deilum nokkrum fyrirlestrum úr þeirra safni í þeirri von að þeir nýtist íslenskum almannaheillasamtökum við að aðlaga starfsemi sína að breyttum sóttvarnaraðgerðum.

…………….

Ákvarðanataka á krefjandi tímum
(e. Making decisions in tough times)

Fyrirlestur um aðferðir við ákvarðanatöku á krefjandi tímum. Hér má nálgast glærur úr fyrirlestrinum.

Viltu fá svör við eftirfarandi spurningum?

  • Hvaða áskoranir standa sjálfboðaliðasamtök frammi fyrir?
  • Hvernig tek ég skjótar ákvarðanir sem þó samræmast langtímamarkmiðum samtakanna?
  • Hvernig tek ég góðar ákvarðanir á erfiðum tímum?

…………….

Hvernig má auka seiglu almannaheillasamtaka?
(e. Building organisational resilience: Things for small charities to consider)

Fyrirlestur um hvernig auka megi seiglu almannaheillasamtaka á tímum COVID19.

Viltu fá svör við eftirfarandi spurningum?

  • Hvað einkennir þrautseig almannaheillasamtök?
  • Af hverju skiptir seigla máli á tímum COVID19?
  • Hvernig má auka seiglu almannaheillasamtök?

…………….

Rekstrarbreytingar og stjórnun almannaheillasamtaka
(e. How to manage operational change in a time of uncertainty)

Fyrirlestur um rekstrarbreytingar og stjórnun félagasamtaka. Hér má nálgast glærur úr fyrirlestrinum.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *