Verkfærakistan: Nýskapandi samfélagslegar lausnir

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða standa frjáls félagasamtök frammi fyrir því að aðlaga starfsemi sína enn á ný. Við deilum því nokkrum leiðbeiningarritum um aðferðafræði við samfélagslega nýsköpun.

Social Innovation Academy

Social Innovation Academy er rafrænt „námskeið“ um samfélagslega nýsköpun. Á vef verkefnisins má finna upplýsingar um nýsköpunarferlið og félagslega frumkvöðla, viðtöl við frumkvöðla, dæmi um vel heppnaða nýsköpun og margt fleira.

The open book of social innovation

The open book of social innovation er hagnýt og ítarlegt leiðbeiningarrit (eða bók) um aðferðir við samfélagslega nýsköpun. Farið er ítarlega í ýmis ferli nýsköpunar; hvort sem verkefnið er á byrjunarstigi eða komið á það stig að stuðla að kerfislægri breytingu. Bókin er eftir Robin Murray, Julie Caulier-Grice og Geoff Mulgan og kom út árið 2010.

Innovation for Change

Innovation for Change er verkfærakista á sviði samfélagslegrar nýsköpunar. Á vef verkefnisins má finna hagnýt tól og æfingar við samfélagslega nýsköpun sem og svör við spurningum á borð við: Hvernig lítur samfélagsleg nýsköpun út? Hvaða áskoranir standa félagasamtökum sem stunda nýsköpun frammi fyrir? Efnið er gefið út af Innovation for Change sem er verkefni á vegum CIVICUS og MENA Hub.

En metodpalett för social innovation

En metodpalett för social innovation er rit um aðferðir við samfélagslega nýsköpun. Ritið er gefið út á vegum Mötesplats Social Innovation (MSI) og er á sænsku.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *