Breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka samþykktar á Alþingi

Eva Björk Ægisdóttir hjá Viðskiptablaðinu

Bætt umhverfi almannaheillastarfsemi hefur verið mér hugleikið um árabil. Það er því gríðarlega ánægjulegt að frumvarpið sé orðið að lögum, en málið hlaut afgerandi stuðning í þinginu. Með lögunum breikkum við tekjustofn almannaheillafélaga verulega og aukum á sama tíma möguleika fólks til að styðja við félög að eigin vali, án milligöngu ríkisins” (tekið af vef Stjórnarráðsins).

Þetta segir Bjarni Beneditktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssonar um nýsamþykkt lög sem fela í sér aukinn hvata til stuðnings við almannaheillasamtök og lækkun á skattaálögum á þau. Lögin taka gildi 1. nóvember 2021.

Einstaklingum er gert kleift að draga frá tekjum allt að 350 þúsund krónur á ári vegna framlaga til almannaheillasamtaka og verða framlög forskráð á skattaframtal. Eins hafa fyrirtæki aukið rými til að draga frá tekjum af atvinnurekstri vegna framlaga eða gjafa til almannaheillasamtaka. Með lögunum er einnig dregið úr ýmsum skattaálögum á almannaheillastarfsemi. Sjá nánari útfærslu í frumvarpinu og greinargerð þess. Einnig má lesa skýrslu starfshóps um skattlagningu á starfsemi þriðja geirans.

Hvaða starfsemi telst til almannaheilla samkvæmt lögunum?

Ýmis mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs- og menningarmálastarfsemi, björgunarsveitir og neytenda- og forvarnarstarfsemi. Starfsemin þarf að vera skráð skráð í sérstaka almannaheillafélagaskrá hjá Skattinum.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.