Breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka samþykktar á Alþingi

Bætt umhverfi almannaheillastarfsemi hefur verið mér hugleikið um árabil. Það er því gríðarlega ánægjulegt að frumvarpið sé orðið að lögum, en málið hlaut afgerandi stuðning í þinginu. Með lögunum breikkum við tekjustofn almannaheillafélaga verulega og aukum á sama tíma möguleika fólks til að styðja við félög að eigin vali, án milligöngu ríkisins” (tekið af vef Stjórnarráðsins).

Þetta segir Bjarni Beneditktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssonar um nýsamþykkt lög sem fela í sér aukinn hvata til stuðnings við almannaheillasamtök og lækkun á skattaálögum á þau. Lögin taka gildi 1. nóvember 2021.

Einstaklingum er gert kleift að draga frá tekjum allt að 350 þúsund krónur á ári vegna framlaga til almannaheillasamtaka og verða framlög forskráð á skattaframtal. Eins hafa fyrirtæki aukið rými til að draga frá tekjum af atvinnurekstri vegna framlaga eða gjafa til almannaheillasamtaka. Með lögunum er einnig dregið úr ýmsum skattaálögum á almannaheillastarfsemi. Sjá nánari útfærslu í frumvarpinu og greinargerð þess. Einnig má lesa skýrslu starfshóps um skattlagningu á starfsemi þriðja geirans.

Hvaða starfsemi telst til almannaheilla samkvæmt lögunum?

Ýmis mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs- og menningarmálastarfsemi, björgunarsveitir og neytenda- og forvarnarstarfsemi. Starfsemin þarf að vera skráð skráð í sérstaka almannaheillafélagaskrá hjá Skattinum.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *