Félagasamtök á sviði heilbrigðis- og lýðheilsumála hljóta styrki

„Frjáls félagasamtök sinna daglega afar mikilvægu starfi í þágu samfélagsins. Styrkirnir sem veittir eru í senn viðurkenning á því starfi og fjárframlag til að styðja við þá mikilvægu starfsemi sem frjáls félagasamtök sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar.“

Þetta segir í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins vegna styrkja sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti nýverið til félagasamtaka á sviði heilbrigðismála. Sérstaklega var horft til félagasamtaka sem tengjast endurhæfingu og langvinnum verkjum. Samtals 29 félagasamtök hlutu styrki og voru upphæðir styrkja á bilinu 300.000 til 6 milljóna króna. Stærstu styrkupphæðirnar hlutu Gigtarfélag Íslands, SÍBS og Rauði krossinn á Íslandi vegna skaðaminnkunarverkefna Frú Ragnheiðar og Ungfrú Ragnheiðar.

Hér má sjá yfirlit yfir verkefni sem hlutu styrk heilbrigðisráðherra.

Lýðheilsusjóður

Einnig hafa 174 verkefni og rannsóknir á sviði lýðheilsumála hlotið styrk út Lýðheilsusjóði. Áhersla var lögð á að styrkja verkefni sem vinna að eflingu geðheilsu og félagsfærni barna og fullorðinna.

Hér má sjá yfirlit yfir verkefni sem hlutu styrk úr Lýðheilsusjóði.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *