Hvernig geta stjórnvöld og alþjóðastofnanir betur stutt við almannaheillasamtök og samfélagsleg nýsköpunarverkefni? Hvaða hlutverk hafa þessir aðilar, sem mynda hið svokallaða félagshagkerfi, í vegferð okkar að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Svör við þessum spurningum má finna í skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um félagshagkerfið og heimsmarkmiðin sem kom út árið 2020. Skýrsluna má finna í gagnagrunni Vaxandi yfir fræðilegt efni.

Mörg íslensk almannaheillasamtök hafa innleitt heimsmarkmiðin í starfsemi sína. Almannaheill, samtök þriðja geirans munu birta sögur af samtökum sem vinna með heimsmarkmiðin.