Fréttir af starfi félagasamtaka: Heimili og skóli með lausnir á tímum COVID19

Félagasamtökin Heimili og skóli hafa deild lausnum við áskorunum daglegs lífs á farsóttartímum. Á Facebook síðu samtakanna má meðal annars finna hugmyndir að samveru fjölskyldna í komandi vetrarfríi og hugmyndir fyrir hrekkjavöku svo sem ratleikur í stað þess að ganga á milli húsa og biðja um nammi.

Við mælum með viðtali við Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla á RÚV sem segir: „mögulegt að ástandið skili nýjum lausnum.“

Það er ýmiss konar nýsköpun í gangi, það er verið að halda rafræna fundi og vinna verkefni rafrænt. Foreldrarölt, það hentar nú ágætlega því það er hægt að gera það úti. Þó að við segjum alltaf við fólk að það þurfi að taka mið af aðstæðum og tilmælum hverju sinni, eðlilega. Það er ekki verið að stefna saman hópi fólks þegar það er neyðarástand.

Viðtal við Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *