Greinar um skapandi hugsun og samfélagslega nýsköpun

Stanford Social Innovation Review hefur birt fjölda greina um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun. Aðferðin er ólínuleg, skapandi og byggir á notendamiðaðri nálgun. Hér er yfirlit yfir helstu greinar. Þar má meðal annars finna greinina Design Thinking for Social Innovation sem segir frá aðferðinni og sögu hennar. Einnig má finna greinina The Next Chapter in Design for Social Innovation sem fjallar um hvernig nota megi hönnunarhugsun við að færa nýsköpunarverkefni yfir á næsta skref, í átt að kerfisbreytingu.

Í desembermánuði eru tvö málþing á vegum Almannaheilla og Vaxandi sem bæði fjalla um aðferðina. Á fimmtudaginn næstkomandi mun Dr. Nick Spencer, hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi, halda erindi um hvernig breyta megi áskorunum í tækifæri með hönnunarhugsun (e. design thinking). Dr. Spencer hefur unnið með fjölda stofnana og félagasamtaka við að skapa menningu þar sem glímt er við krefjandi áskoranir með skapandi hugsun að leiðarljósi. Þetta er gert með þátttöku hagsmunaaðila þar sem áhersla er lögð á að nýta styrkleika hvers og eins til að finna sameiginlega lausn. Hér má finna hlekk á streymið.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *