Lokadagur skráningar í alþjóðlegt hakkaþon fyrir ungt fólk á Norður-Atlantshafsvæðinu

Markmiðið með hakkaþoninu er að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-35 ára til að finna lausnir á eftirfarandi áskorunum; stafrænu heilbrigði í strjálbýli og enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldurinn. Hakkaþonið er ætlað þátttakendum á Norður-Atlantshafsvæðinu; Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada.

Alþjóðlega hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið 19. til 21. mars. Lokadagur skráningar er í dag.

Frekari upplýsingar á vefsvæði hakkaþonsins.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *