Félög til almannaheilla, hádegisfundur fimmtudaginn 3. mars kl. 12

Hádegisfundur á vegum Vaxandi og Almannaheilla þar sem Áslaug Björgvinsdóttir fjallar um nýja almannaheilla félagsformið samkvæmt lögum nr. 110/2021 sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn.

Málstofan er opin öllum og fer fram í Odda stofu 206 og í gegnum Zoom. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér.

Áslaug fjallar um nýja almannaheillafélagsformið samkvæmt lögum nr. 110/2021 sem tóku gildi 1. nóvember sl. Hún mun fara yfir helstu einkenni þess og skilyrði skráningar í almannaheillafélagskrá samkvæmt lögunum og bera saman við meginreglur um almenn félagasamtök og sjálfseignarstofnanir.

Áslaug mun jafnframt skoða lögin í tengslum við grundvallarreglur um sjálfræði félaga, samningsfrelsi og félagafrelsi, og í því sambandi frávíkjanlegar og ófrávíkjanlegar reglur laganna s.s. um stofnun, efni samþykkta, félagsaðild, stjórn, félagsfundi, ábyrgð á skuldbindingum og minnihlutavernd.

Í framhaldinu verða umræður meðal þátttakenda um ávinning af lagasetningunni og eftir atvikum hindranir sem félögin upplifa í tengslum við innleiðinguna. 

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *